Íslandsmeistararnir í holukeppni ánægðir með KPMG-bikarinn í Eyjum

30.Júní'17 | 06:59
golf_0617

Golfvöllurinn í Eyjum. Mynd/TMS.

Íslandsmótið í holukeppni, KPMG – bikarinn, fór fram í Vestmannaeyjum um s.l. helgi. Þar fagnaði Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK sigri í kvennaflokki og Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG í karlaflokki.

Egill Ragnar hefur verið sigursæll á þessu tímabili því þetta er annar Íslandsmeistaratitill hans á þessu sumri. Hann sigraði einnig á Íslandsmótinu í holukeppni í flokki 19-21 árs á Íslandsbankamótaröðinni. Egill var ánægður með sigurinn gegn félaga sínum Alfreð Brynjari Kristinssyni úr GKG í úrslitaleiknum.

„Það voru fleiri holur en vandalega í undanúrslita og úrslitaleiknum eða 26 holur alls. „Vissulega var þetta meira álag á okkur en mér fannst þetta mót vera skemmtilegt,“ sagði Egill Ragnar við golf.is eftir mótið í Eyjum.

Holufjöldinn á KPMG-bikarnum, Íslandsmótinu í holukeppni, var óhefðbundinn að þessu sinni. Alls voru 13 holur leiknar í hverri umferð í riðlakeppninni þar sem 32 karlar tóku þátt í átta riðlum og 16 konur í fjórum riðlum. Í fyrstu umferð í 8-manna úrslitum voru leiknar 13 holur en 26 holur í undanúrslitum og úrslitum.  

„Þetta mót var öðruvísi en önnur mót, skrítið að mörgu leyti, en þetta var skemmtilegt mót,“ sagði Guðrún Brá við golf.is í Eyjum um s.l. helgi. Guðrún Brá lék gegn Helgu Kristínu Einarsdóttur úr GK í úrslitaleiknum.

 

Golf.is

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%