Orkumótið sett á morgun

28.Júní'17 | 06:53

Mynd/úr safni.

Á morgun, fimmtudag hefst Orkumótið í knattspyrnu. Félögin eru byrjuð að streyma til Eyja og ná flutningar til Vestmannaeyja hámarki í dag, en einnig er þétt bókað næstu daga í Herjólf. Leikirnir hefjast í fyrramálið og annað kvöld verður setningarhátíð.

Á heimasíðu Orkumótsins er vakin er athygli á að Sagafilm verður að kvikmynda allt mótið. Það mun óneitanlega setja svip á mótshaldið. Fálkarnir, liðið í sögunni Víti í Vestmannaeyjum, tekur þátt í mótinu og spilar 10 leiki.

Áminning frá lögreglu

Lögreglan vill minna á í tilefni mótsins eru ökumenn hvattir til að aka varlega í kringum knattspyrnuvelli bæjarins, enda fjölgar gangandi vegfarendum töluvert í tengslum við mótið. Þá eru gangandi vegfarendur jafnframt hvattir til að fara varlega í umferðinni, nota gangbrautir og líta til beggja hliða áður en farið er út á götu.

 

Hér má skoða mótsblaðið.

Hér má skoða dagskrá mótsins.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.