Lýsisúrgangur í Friðarhöfn

28.Júní'17 | 12:33
IMG_5303

Höfnin hreinsuð í morgun. Myndir/TMS.

Í morgun átti sér stað óhapp í Vestmannaeyjahöfn þegar verið var að hreinsa lýsistanka hjá Vinnslustöðinni, með þeim afleiðingum að lýsisúrgangur lak í höfnina.

Ólafur Snorrason, hafnarstjóri segir í samtali við Eyjar.net að öryggisbúnaður sem á að varna því að svona geti gerst hafi bilað.  

Höfum góð tök á þessu

„Við hófumst strax handa við að hreinsa og höfum góð tök á þessu.  Þetta er alltaf bagalegt þegar svona gerist en stundum verða slys og þá er að bregðast við þeim.  Vinnslustöðin lét okkur strax vita þannig að við gátum brugðist hratt við og starfsmenn Vestmannaeyjabæjar, Vestmannaeyjahafnar og Vinnslustöðvarinnar unnu eins vel og hægt var miðað við aðstæður.” segir Ólafur.

Hér að neðan má sjá fleiri myndir frá í morgun.

lysi_hofn

Svona var umhorfs fyrst í morgun.

hafnarstaff

Óli hafnarstjóri (í miðið).

IMG_5275

Hreinsunarstörf hafin.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.