Bjarni formaður deildar VR í Eyjum

- sýnileiki VR mikilvægur starfseminni allri

28.Júní'17 | 06:14
bjarni-formadur-vr_eyjum_vr

Bjarni Daníelsson. Mynd/vr.is

Bjarni Daníelsson er formaður deildar VR í Vestmannaeyjum en ný stjórn var kosin á aðalfundi deildarinnar þann 23. maí síðastliðinn. Félagsmenn VR í Eyjum eru um 230 talsins og segir Bjarni ómetanlegt fyrir Eyjamenn að geta sótt þjónustu félagsins í sinni heimabyggð.

„Helsta verkefni deildarinnar er að veita félagsmönnum okkar á svæðinu þjónustu. Ásta Sigrún Gunnarsdóttir er okkar kona á skrifstofunni en auk þess að sinna þeim sem koma á skrifstofuna sér Ásta einnig um að afgreiða umsóknir um nám erlendis sem berast til Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks. Meðal verkefna deildarinnar er einnig að sækja alla mikilvæga fundi eins og aðalfund VR og vera hluti af fulltrúahópi VR á ASÍ þinginu og LÍV þinginu. Þá tökum við þátt í skipulagningu verslunarmannaballsins sem er árlegur viðburður hér í Eyjum og er alltaf hið glæsilegasta.“ segir Bjarni í viðtali við VR-blaðið. 

Hversu mikilvæg er deildin fyrir félagsmenn?

„Það er ómetanlegt fyrir okkur Eyjamenn að hafa skrifstofuna hér í Vestmannaeyjum þar sem við höfum fengið frábæra þjónustu hjá Ástu undanfarin ár. Það að þurfa ekki að fara upp á land til að sækja þessa þjónustu er okkur gríðarlega mikils virði. Það er einnig mikilvægt að VR sé sýnilegt félagsmönnum sínum alls staðar og eflir það starfsemi VR á allan máta. Með nýrri stjórn deildar VR í Vestmannaeyjum munum við leggja aukna áherslu á að gera VR í Eyjum meira lifandi og verður spennandi að vinna að nýjum verkefnum á komandi misserum.“

 

Nánari umfjöllun um deild VR í Vestmannaeyjum er að finna í 2. tölublaði VR 2017 - smelltu hér til að skoða blaðið

Tags

VR

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.