Dagbók lögreglunnar:

Pottloki, hjólbörum og skóflu stolið

26.Júní'17 | 11:49

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglunni í liðinni viku án þess þó að einhver alvarleg mál hafi komið upp.  Skemmtanahald helgarinnar gekk ágætlega fyrir sig og engin teljanleg útköll á skemmtistaði bæjarins.

Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni en um var að ræða fíkniefni sem fundust í blómapotti í sameign fjölbýlishúss.  Ekki er vitað hver er eigandi efnisins, en um er að ræða smáræði af ætluðu amfetamíni.

Í vikunni var lögreglu tilkynnt um að loki ofan af heitum potti að Stóragerði 3 hafi verið stolið, auk þess hafi hjólbörum og skóflu einnig verið stolið.  Er talið að þjófnaðurinn hafi átt sér stað á tímabilinu frá 15. til 19. júní sl. Ekki er vitað hver eða hverjir voru þarna að verki en lögregla óskar eftir upplýsingum frá þeim sem telja sig vita eitthvað um málið.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu og var í öðru tilvikinu um að ræða minniháttar óhapp en í hinu tilvikinu þar sem um var að ræða árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Bessastígs og Boðaslóðar var farþegi í annarri bifreiðnni fluttur á sjúkrahús.  Meiðsl farþegans reyndust ekki vera alvarleg.

Alls liggja fyrir sjö kærur vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna en m.a. er um að ræða ólöglega lagningu ökutækja, akstur gegn einstefnu, akstur án réttinda, biðskyldubrot ofl.

Lögreglan vill minna á að núna á miðvikudaginn 28. júní til og með 2. júlí nk. verður haldið Orkumót ÍBV í knattspyrnu og eru ökumenn, í tilefni þess, hvattir til að aka varlega í kringum knattspyrnuvelli bæjarins, enda fjölgar gangandi vegfarendum töluvert í tengslum við mótið. Þá eru gangandi vegfarendur jafnframt hvattir til að fara varlega í umferðinni, nota gangbrautir og líta til beggja hliða áður en farið er út á götu, segir í vikuyfirliti lögreglunnar í Vestmannaeyjum.

Tags

Lögregla

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.