Kap VE á áfangastað eftir 74 daga siglingu

25.Júní'17 | 16:02
IMG_8865

Kap VE-41 í Vestmannaeyjahöfn. Ljósmynd/TMS.

Kap VE-41 (áður Gullberg VE) kom til Busan í Suður-Kóreu á miðnætti í nótt eftir nær tveggja og hálfs mánaðar siglingu frá Vestmannaeyjum. Vinnslustöðin seldi skipið til Rússlands.

Kap verður gerð út frá Vladivostok í Rússlandi til uppsjávarveiða í Othotskhafi úti fyrir Kampsjatka. Nýir eigendur byrja hins vegar á því að taka skipið í slipp í Suður-Kóreu og þangað er Kap nú komin. Skipinu var siglt frá Vestmannaeyjum 12. apríl og Guðni Ingvar Guðnason hefur fylgst með ferðum þess allan tímann á marinetraffic.com.

Kap fór frá Eyjum til Kanaríeyja, þaðan áfram til Cape Town í Suður-Afríku, Singapúr og í nótt var áfangastaðnum náð, Busan í Suður-Afríku eftir siglingu í 74 daga!

Stytta hefði mátt ferðina um tvær til þrjár vikur með því að fara um Súesskurð í stað þess að sigla suður fyrir Góðrarvonahöfða. Rússnesku útgerðarmennirnir gáfu þá skýringu í Eyjum að það væri svo dýrt að fara um Súesskurðinn að þeir vildu frekar fara lengri leið og spara þannig fjármuni.

Gert er ráð fyrir hálfs árs samfelldu úthaldi skipsins á veiðum við Kampstjatka og að landað sé í verksmiðjuskip eða í höfnum. Að því sögðu er Kap þar með úr sögu Vinnslustöðvarinnar með þökkum fyrir hið liðna, segir í frétt á heimasíðu VSV.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.