Formaður hafnarráðs svarar gagnrýni á skítuga höfn

Hreinsuðu höfnina síðast fyrir sjómannadaginn

- biðlar til þeirra sem eiga starfsemi við höfnina að hjálpa í því verkefni að halda höfninni hreinni

22.Júní'17 | 06:50
fridarhofn

Friðarhöfn á góðum degi. Mynd/TMS.

Í fyrradag greindum við frá því hversu skítug Friðarhöfn er. Ritstjóri Eyjar.net ræddi í kjölfarið við Sigursvein Þórðarson, formann framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyjabæjar um málið. 

Þín viðbrögð við þessum myndum og lýsingum? 

Það kom mér mjög á óvart að sjá hversu mikið hefur safnast fyrir í höfninni á síðustu dögum en hafnarverðir hreinsuðu höfnina síðast fyrir sjómannadaginn. Starfsmenn Vestmannaeyjahafnar eru mjög meðvitaðir um þessi mál en þeir hafa margt á sinni könnu og það er verkefni allra þeirra sem starfa við höfnina að halda henni hreinni. 


Nú leggur Vestmannaeyjabær mikið uppúr því að fyrirtæki í Eyjum hafi snyrtilegt í kringum sig. Finnst þér ekki rétt að bæjaryfirvöld gangi fram fyrir skjöldu og hafi sín svæði snyrtileg. Hvort sem er á sjó eða landi? 

Á hverju ári er ákveðið fjármagn eyrnarmerkt viðhaldi og starfsmenn bæjarins forgangsraða verkefnum eftir þörf hverju sinni. Að mínu mati hefur þeim tekist vel til í þeirri forgangsröðun og almennt eru byggingar Vestmannaeyjabæjar vel við haldið og snyrtilegt í kringum þær. 


Nú greiða útgerðir hafnargjöld til Vestmannaeyjahafnar. Er ekki hluti af þjónustu hafnarinnar að fyrirbyggja að slíkir aðskotahlutir sem lýst var í umfjölluninni - séu innan hafnar? 

Að sjálfsögðu er það hluti af starfsemi hafnarinnar að reyna að koma í veg fyrir að slíkir aðskotahlutir séu á floti í höfninni en það er aldrei hægt að koma algjörlega í veg fyrir þetta, því miður. Umferð um höfnina er mikil og óhöpp verða sem skýra þetta kannski að einhverju leyti en ég biðla til þeirra sem eiga starfsemi við höfnina að hjálpa okkur í því verkefni að halda höfninni hreinni.

Má búast við aðgerðum í þessum efnum að hálfu framkvæmda- og hafnarráðs í nánustu framtíð? 

Við munum taka þetta mál fyrir á næsta fundi ráðsins, segir Sigursveinn Þórðarson. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-