Aðeins orpið í fjór­ar hol­ur af hverj­um tíu

22.Júní'17 | 06:32

Ábúð lunda í Eyj­um er nú með lé­leg­asta móti. Mynd/úr safni.

Ábúð lunda í Vest­manna­eyj­um er nú með lé­leg­asta móti. Rann­sókn­ir Nátt­úru­stofu Suður­lands sýna að ábúðar­hlut­fallið þar er aðeins 41%. Það þýðir að ein­ung­is hef­ur verið orpið í um fjór­ar lunda­hol­ur af hverj­um tíu í Eyj­um. 

Í fyrra var ábúðin þar 77%. Það er ein­ung­is í Dyr­hóla­ey sem ábúðar­hlut­fallið er lægra en í Vest­manna­eyj­um eða 34%. Tekið er fram á Face­book-síðu Nátt­úru­stof­unn­ar að ábúðar­hlut­fallið hafi verið kannað fyrr í vor en áður.

Þess vegna get­ur ábúðar­hlut­fallið átt eft­ir að hækka, sér­stak­lega á Suður­landi þar sem varp hef­ur byrjað seint und­an­far­in ár. Endanleg ábúð á þeim stöðum fæst ekki fyrr en eftir seinna rallið í júlí.

 

mbl.is greinir frá.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

20.Apríl'17

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Grindavik.net

21.Júní'16

Grindavik.net er fréttavefur með áherslu á efni tengt Grindavik. Sjón er sögu ríkari.

Lumar þú á grein?

27.Júní'17

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Suðurland FM - FM 93,3 í Eyjum

29.Apríl'16

Einnig er stöðin opin á netinu á www.sudurlandfm.is. Fylgstu með fréttum og fróðleik af suðurlandi á Suðurland FM.