Handknattleikur:

Aron Rafn til ÍBV

21.Júní'17 | 10:05
Aron_rafn_adsent_ibv

Aron Rafn Eðvarðsson. Mynd/aðsend.

Handknattleiksdeild ÍBV hefur gert tveggja ára samnig við landsliðsmarkmann okkar Íslendinga Aron Rafn Eðvarðsson. Aron Rafn er 28 ára uppalinn hjá Haukum í Hafnarfirði.

Hjá Haukum varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari, tvisvar bikarmeistari og fjórum sinnum deildarmeistari áður en hann hélt í atvinnumennsku til Svíþjóðar. Erlendis lék Aron með Eskilstuna GUIF í Svíþjóð, Aalaborg í Danmörku og nú síðast SG BBM Bietigheim í Þýsklandi. Aron Rafn hefur spilað 75 landsleiki fyrir Íslands hönd.

Stephen Nielsen framlengir

Handknattleiksdeild ÍBV hefur einnig framlengt samning sinn við markmanninn öfluga Stephen Nielsen til eins árs. Stephen sem var lánaður til Frakklands fyrri hluta seinasta tímabils stóð sig virkilega vel er hann kom til baka og var verðlaunaður með því að vera í valinn í landsliðshóp Íslands sem tók þátt í sterku móti í Noregi um miðjan júní mánuð.

Handknattleiksdeild er skýjum ofar yfir því að hafa náð samkomulagi við þessa frábæru markmenn og hlakkar til að sjá þá í fallega ÍBV búningnum á næsta tímabili. Til lukku Aron Rafn, til lukku Stephen og til lukku ÍBV, segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.