Friðarhöfn skelfilega skítug

- smábátasjómaður hefur lent í að fá vörubretti í skrúfuna

20.Júní'17 | 06:50
IMG_4517

Þessi mynd var tekin í Friðarhöfn í gær.

Undanfarnar vikur hefur Eyjar.net fengið ábendingar um óþrifnað í Vestmannaeyjahöfn. Þá sér í lagi inní Friðarhöfn, þar sem meðfylgjandi myndir eru teknar ýmist í gær eða nýlega.

Einn viðmælandi Eyjar.net segist hafa verið að berjast í að fá einhverja lagfæringu á umgengni í Friðarhöfn, en það sé fyrir daufum eyrum.

Hann segir þetta mjög bagalegt fyrir smábátana og hefur hann ekki treyst sér að fara þarna til að þjónusta sig fyrir brottför, vegna þess að það er kannski komið eitthvað drasl í skrúfuna eða stíflað sjóinntak fyrir vél. Þá hefur það komið fyrir að hann er kominn út fyrir og vélin hefur ofhitnað, eða eitthvað er í skrúfunni, þannig að þurft hafi að hætta við róður.

Fékk vörubretti í skrúfuna

Þá lýsir viðkomandi því að hann hafi bakkað vörubretti í skrúfuna og stórskemmt hana, þannig að það þurfti að taka bátinn á land og senda skrúfuna til Akureyrar til viðgerðar. Þá hefur hann fengið fastsetningartóg í skrúfuna að sverleika sem stóru flutningarskipin nota, sem og plast og allt þar á milli.

Ennfremur segir hann að olía og lýsi sé algengt vandamál því það fer beint í vélarinntök þessara báta sem og í kæla og fleira. Svo ekki sé talað um drulluna sem sest á bátana og í botnfarvann á bátunum.

Er þetta sú ásýnd sem við viljum vera að sýna ferðamönnum?

„Það virðist ekki vera neinn áhugi til að hafa þetta í lagi, en það er mjög lítið vandamál að laga þetta og allar lausnir til staðar til þess. Það getur ekki verið að þetta sé sú sjón sem við viljum sjá og ég trúi því ekki að þessi ásýnd sé það sem við viljum vera að sýna ferðamönnum - og þetta sé það sem fólk fer með í minningunni um Vestmannaeyjar,”

Hann segir að endingu víða hafa stundað sjóinn og verið í flestum höfnum landsins - en aldrei þurft að horfa upp á annan eins viðbjóð og hér.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).