Dagbók lögreglunnar:

Undir áhrifum að róa kappróðrabát

13.Júní'17 | 12:15
logregla_bill

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast síðustu vikuna. Mynd/TMS.

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í liðinni viku og þá sérstaklega um helgina enda Sjómannadagur haldinn hátíðlega. Engin alvarleg mál komu þó upp en töluvert var um að lögreglan þurfti að aðstoða borgarana vegna ölvunarástands þeirra.  

Laust eftir miðnætti þann 10. júní sl.var lögreglu tilkynnt um hóp manna sem voru að róa kappróðrabát út úr höfninni. Reyndust þarna vera 9 aðilar sem kváðust vera að æfa sig fyrir kappróður daginn eftir en lentu í vandræðum með að hafa stjórn á bátnum. Reyndust þeir allir vera undir áhrifum áfengis.  Ekki fylgir sögunni hvernig þeim gekk í kappróðrinum.

Síðdegis þann 8. júní sl. var lögreglu tilkynnt um að eldur væri í ruslagámi sem er við Vinnslustöðina.  Slökkviliðið var kallað út og gekk greiðlega að slökkva eldinn og varð lítisháttar tjón vegna eldsins.  Ekki er vitað um eldsupptök.

Lögreglan vill minna á að núna á miðvikudaginn 14. júní til og með 17. júní nk. verður haldið TM mót ÍBV ( Pæjumótið ) og eru ökumenn, í tilefni þess, hvattir til að aka varlega í kringum knattspyrnuvelli bæjarins, enda fjölgar gangandi vegfarendum töluvert í tengslum við mótið. Þá eru gangandi vegfarendur jafnframt hvattir til að fara varlega í umferðinni, nota gangbrautir og líta til beggja hliða áður en farið er út á götu, segir í dagbók lögreglunnar.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).