Míla
Synjað um lagningu ljósleiðara að Herjólfsdal
10.Júní'17 | 08:24Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs var tekin fyrir umsókn Mílu um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara frá Illugagötu að stóra sviði í Herjólfsdal.
Í bókun ráðsins segir að umhverfis- og skipulagsráð synji erindi Mílu eins og það liggur fyrir, þ.e.a.s. að leggja ljósleiðara frá Brekkugötu og inn að stóra sviðinu í Herjólfsdal nú í sumar. Verktíminn, júní-ágúst er afar óhentugur vegna mikils álags á umræddu svæði, má þar nefna ferðamannastraum, umferðaröryggi, öryggi gangandi/hjólandi, stór knattspyrnumót, tjaldsvæði og fleira.
Þá ítrekar ráðið við Mílu að enn eru nokkur svæði ófrágengin af þeirra hálfu. Ráðið felur skipulags-og byggingarfulltrúa að ræða við bréfritara um annað framkvæmdatímabil.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.