Fréttatilkynning:

Fiskveiðar, fjölbreyttar áskoranir

Bók um fiskveiðistjórnun kynnt í Einarsstofu á sjómannadaginn kl. 17.00

9.Júní'17 | 14:27
heimaey_ve

Heimaey VE á leið á miðin. Mynd/TMS.

Bókin Fiskveiðar, fjölbreyttar áskoranir sem færeyskur viðskiptafræðingur og sjávarútvegsráðgjafi, Óli Samró, gaf út í Færeyjum í fyrra um fiskveiðistjórnun víða um heim kemur út í íslenskri þýðingu á sjómannadaginn. 

Eina rit sinnar tegundar sem skrifað hefur verið, að því er best er vitað. Í tilefni af útgáfu hinnar nýju íslensku þýðingar mun höfundurinn Óli Samró, kynna bókina þann dag, sjómannadaginn 11. júní kl. 17 í Einarsstofu.  

Um er að ræða afar áhugaverðan og aðgengilegan texta um mál sem sífellt er umræðuefni og skoðanir skiptar um: sumir telja að kvótakerfi sé besta lausnin, aðrir vilja fiskidagakerfi. Deilt er um hvernig aflaheimildum er úthlutað; sumir vilja miða við aflareynslu en aðrir að aflaheimildir séu boðnar upp á almennum markaði … og svo framvegis! Óli hefur mikla alþjóðlega reynslu á þessu sviði og hefur víða farið, þekkir m.a. vel íslenskar aðstæður og umræður hér og ræðir þær í bók sinni. 

Bókin verður til sölu og kynningar í Einarsstofu í Safnahúsinu kl. 17 á sjálfan sjómannadaginn, sunnudaginn 11. júní.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is