Fréttatilkynning:

Fiskveiðar, fjölbreyttar áskoranir

Bók um fiskveiðistjórnun kynnt í Einarsstofu á sjómannadaginn kl. 17.00

9.Júní'17 | 14:27
heimaey_ve

Heimaey VE á leið á miðin. Mynd/TMS.

Bókin Fiskveiðar, fjölbreyttar áskoranir sem færeyskur viðskiptafræðingur og sjávarútvegsráðgjafi, Óli Samró, gaf út í Færeyjum í fyrra um fiskveiðistjórnun víða um heim kemur út í íslenskri þýðingu á sjómannadaginn. 

Eina rit sinnar tegundar sem skrifað hefur verið, að því er best er vitað. Í tilefni af útgáfu hinnar nýju íslensku þýðingar mun höfundurinn Óli Samró, kynna bókina þann dag, sjómannadaginn 11. júní kl. 17 í Einarsstofu.  

Um er að ræða afar áhugaverðan og aðgengilegan texta um mál sem sífellt er umræðuefni og skoðanir skiptar um: sumir telja að kvótakerfi sé besta lausnin, aðrir vilja fiskidagakerfi. Deilt er um hvernig aflaheimildum er úthlutað; sumir vilja miða við aflareynslu en aðrir að aflaheimildir séu boðnar upp á almennum markaði … og svo framvegis! Óli hefur mikla alþjóðlega reynslu á þessu sviði og hefur víða farið, þekkir m.a. vel íslenskar aðstæður og umræður hér og ræðir þær í bók sinni. 

Bókin verður til sölu og kynningar í Einarsstofu í Safnahúsinu kl. 17 á sjálfan sjómannadaginn, sunnudaginn 11. júní.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).