Geir Jón Þórisson skrifar:

Karlakór Vestmannaeyja þakkar ómetanlegan stuðning

5.Júní'17 | 08:15

Nú er þriðja starfsár Karlakórs Vestmannaeyja að hefjast og er það afskaplega ánægjulegt. Ekki var sjálfgefið að koma á fót svona stórum og öflugum kór karlmanna hér í Vestmannaeyjum. Forystumenn við stofnun kórsins hafa unnið algjört þrekvirki ásamt söngstjóra kórsins. 

Félagarnir, sem koma úr öllum áttum samfélagsins, hafa sýnt mikinn metnað og áhuga svo á þessum tímamótum horfum við bjartsýnir fram á veg. Þá hefur það verið algjörlega ómetanlegt að finna þann mikla stuðning sem kórinn hefur fengið. Fyrirtæki og stofnanir hafa lyft undir með okkur og er það ómetanlegt.

Vestmannaeyjabær hefur með miklum rausnaskap stutt við starf okkar, leyft okkur að nýta Tónlistaskólann til söngæfinga og veitt okkur annan ómetanlegan stuðning sem hefur létt verulega undir starfi okkar. Ég vil fyrir hönd okkar kórmanna þakka innilega allan þennan stuðning sem gefur okkur kraft til að gera enn betur.  Karlakór Vestmannaeyja er á fljúgandi siglingu inn í framtíðina og hvetur syngjandi karlmenn að koma til liðs við kórinn.

 

Geir Jón Þórisson formaður

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).