50 ár frá goslokum í Surtsey

5.Júní'17 | 13:41
surtsey_cr

Surtsey. Mynd/úr safni.

50 ár eru í dag, 5. júní, liðin frá því að Surtseyjargosinu lauk. Það hafði þá staðið yfir með hléum í tæp fjögur ár. Fyrst var vart við gosið 14. nóvember 1963, en talið er að það hafi byrjað nokkrum dögum fyrr sem neðansjávargos á 130 metra dýpi.

Þrjár eyjar hurfu

Á vef Umhverfisstofnunar segir að Surtseyjareldar sé lengsta og best þekkta eldgos í sögu Íslandsbyggðar þar sem fylgst var náið með gangi gosins frá upphafi. Í eldsumbrotunum mynduðust auk Surtseyjar, eldfjallaeyjarnar Surtla, Syrtlingur og Jólnir, en eldvirkni í þeim stóð stutt og þegar henni lauk átti sjórinn auðvelt með að brjóta þær niður. 

Surstsey minnkað um helming

Surtsey er 1,4 ferkílómetrar og hefur minnkað um helming frá goslokum vegna rofs sjávar og vinda. Surtsey  er um 20 km suðvestur af Heimaey, og hefur frá upphafi verið náttúruleg rannsóknarstofa í jarðfræði og líffræði. Hún var friðlýst árið 1965 meðan gos stó enn yfir. Eftir að Surtsey komst á heimsminjaskrá UNESCO árið 2008 var friðlandið stækkað verulega og í dag nær friðlýsingin yfir alla eldstöðina Surtsey, ásamt hafsvæðinu og botninum umhverfis, samtals 65 ferkílómetra.

 

Ruv.is.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).