50 ár frá goslokum í Surtsey

5.Júní'17 | 13:41
surtsey_cr

Surtsey. Mynd/úr safni.

50 ár eru í dag, 5. júní, liðin frá því að Surtseyjargosinu lauk. Það hafði þá staðið yfir með hléum í tæp fjögur ár. Fyrst var vart við gosið 14. nóvember 1963, en talið er að það hafi byrjað nokkrum dögum fyrr sem neðansjávargos á 130 metra dýpi.

Þrjár eyjar hurfu

Á vef Umhverfisstofnunar segir að Surtseyjareldar sé lengsta og best þekkta eldgos í sögu Íslandsbyggðar þar sem fylgst var náið með gangi gosins frá upphafi. Í eldsumbrotunum mynduðust auk Surtseyjar, eldfjallaeyjarnar Surtla, Syrtlingur og Jólnir, en eldvirkni í þeim stóð stutt og þegar henni lauk átti sjórinn auðvelt með að brjóta þær niður. 

Surstsey minnkað um helming

Surtsey er 1,4 ferkílómetrar og hefur minnkað um helming frá goslokum vegna rofs sjávar og vinda. Surtsey  er um 20 km suðvestur af Heimaey, og hefur frá upphafi verið náttúruleg rannsóknarstofa í jarðfræði og líffræði. Hún var friðlýst árið 1965 meðan gos stó enn yfir. Eftir að Surtsey komst á heimsminjaskrá UNESCO árið 2008 var friðlandið stækkað verulega og í dag nær friðlýsingin yfir alla eldstöðina Surtsey, ásamt hafsvæðinu og botninum umhverfis, samtals 65 ferkílómetra.

 

Ruv.is.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is