Umhverfis- og skipulagsráð:

Kynning á skipulagsmálum endurskoðuð

29.Maí'17 | 09:20
vestmbraut_63_b

Hér sést nýbygging á annari lóðinni sem rætt var um á fundi ráðsins.

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs óskaði Georg Eiður Arnarson fulltrúi E-lista eftir umræðum um byggingarlóðir að Vestmannabraut 61-63b. Þá voru að beiðni formanns ráðsins lagðar fram skuggavarpsmyndir sem kynntar voru ráðinu.

Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs ítrekar að farið var eftir öllum þeim lögum og reglugerðum sem í gildi eru um þetta mál. Þá harmar meirihlutinn þá óánægju sem er vegna málsins og hefði gjarnan viljað að þær raddir hefðu komið fram þegar skipulagið var auglýst. Skuggavarpsmyndir sem kynntar voru ráðinu sýna að skuggavarp á umræddu svæði hefur hverfandi áhrif á nærliggjandi hús.

Meirihluti ráðsins felur starfsmönnum sviðsins að kanna hvort, og með hvaða hætti, hægt sé að fara aðrar leiðir en nú er gert í kynningu á skipulagsmálum í sveitarfélaginu.
 
Georg Eiður Arnarson óskaði að bókað yrði að hann samþykki ofangreinda bókun meirihlutans.

Hér að neðan má sjá þær skuggavarpsmyndir sem kynntar voru ráðinu.

1.júlí.kl.15

1. júlí kl.15.00

1.sept.kl.15

1. sept kl.15.00

1.april.kl.15

1. apríl kl.15.00

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.