Elliði Vignisson svarar opnu bréfi

Máli hvergi hallað gagnvart áhöfn Baldurs

Gagnrýni á Vegagerðina er ekki gagnrýni á Eimskip og þá enn síður það góða fólk sem þar starfar

25.Maí'17 | 12:19
IMG_2700

Baldur á leið inní LAndeyjahöfn. Mynd/TMS

Ágæti Halldór. Í opnu bréfi sakar þú mig um „skítkast og leiðindi“ í garð starfsfólks Baldur.  Sárt er ef satt reynist að hin góða áhöfn Baldurs hafi upplifað slíkt.  Mistök geri ég mörg og afsökunarbeiðni er, og á að vera sjálfsögð, þegar það gerist.  

Þess vegna langar mig að biðja þið um að benda mér á hvar ég hef hallað máli gagnvart starfólki Baldurs.

Þekkt er ég er afar ósáttur við framgöngu Vegagerðarinnar gagnvart Vestmannaeyjum og Eyjamönnum.  Ferðir ferjunnar eru skammtaðar úr hnefa, gjaldskrá í ferjuna er of há, bókunarkerfið er vonlaust og lengi má áfram telja.  Við sem búum á Eyju vitum að í hvert skipti sem ferðir leggjast af milli lands og Eyja veldur það milljónatjóni, jafnvel tugmilljóna.  Sigling milli Lands og Eyja er ekki útsýnissigling sem fallið getur niður án teljandi tjóns.  Þetta er þjóðvegur.  Því þótti mér og þykir enn vond ákvörðun að láta ferjuna Baldur, sem ekki hefur haffæri til siglinga í Þorlákshöfn, leysa Herjólf af.  Ég hef séð skaðan af þessari ákvörðun fyrir íbúa og fyrirtæki hér í Eyjum.  Ég veit að sú ákvörðun er búin að valda okkur gríðalegu tjóni og skiptir þá einu hvaða áhöfn er þar um borð.  Sitji einhver bæjarstjóri eða pólitískur fulltrúi undir slíku þeygjandi og hljóðalaust er hann að bregðast umboði sínu.

Ég er því afar ósáttur við Vegagerðina og samgönguyfirvöld almennt vegna þessa.  Því hef ég komið á framfæri og hvorki stráð þar yfir sykri né rósablöðum. 

Þú fullyrðir hinsvegar að ég hafi verið með „skítkast og leiðindi“ í garð áhöfn Baldurs.  Það eru í mínum huga alvarlegar aðdróttanir enda hef ég bæði í ræðu og riti hrósað áhöfninni fyrir að standa sig afar vel við erfiðar aðstæður og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bæta ástandið.  Ég hef siglt með skipinu og átt persónuleg samskipti við áhöfnina og veit að þar er sómafólk sem vinnur vinnu sína vel. Ef satt skal segja þá hef ekki hitt einn einasta Eyjamann sem gagnrýnt hefur áhöfn Baldurs eða fundið að þjónustu hennar.  Trúðu mér, það er vel unnið afrek.  Við Eyjamenn vitum líka að fyrir vestan eru fólk og fyrirtæki sem verða fyrir miklum óþægindum þegar Baldur er tekin þar úr rekstri og það þykir okkur Eyjamönnum mjög miður. 

Ég verð því að biðja þig um að finna þessum orðum þínum stað með tilvísun í hvar og hvenær ég hallaði máli gagnvart starfsmönnum Baldurs.  Á meðan þú leitar væri ágæt ef þú myndir einnig kanna hvort ég halla orði hvað þetta varðar gagnvart Eimskip, vinnuveitanda þínum.  Við það kannast ég heldur ekki.  Finnir þú ásökunum þínum ekki stað, heldur bara gagnrýni á samgönguyfirvöld, verður þú að sýna þá kurteisi að draga orð þín til baka.  Okkur getur öllum orðið á.  Það er mannlegt.

Megurinn málsins er nefnilega að hvorki: ég, þú, áhöfn Baldurs, Eimskip eða ferjan Baldur erum ábyrg fyrir þeirri ákvörðun að láta Baldur reyna að halda hér fullri þjónustu vitandi að hún gæti ekki siglt í Þorlákshöfn.  Ekki ferkar en við erum ábyrg fyrir samgöngum við Vestmannaeyjar.  Ábyrgðin liggur hjá Vegagerðinni og hana hef ég gagnrýnt og sé ekki ástæðu til að biðjast afsökunar þar á.

Ég vil því ítreka þakkir til áhafnar Baldurs sem nú sem fyrr hefur sýnt okkur alúð og almennilegheit svo sómi er að.  Því miður hefur það bara ekki dugað til að bæta fyrir ranga ákvörðun Vegagerðarinnar. 

 

Með þakklætis huga og vinaþeli

Elliði Vignisson

Bæjarstjóri í Vestmannaeyjum

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.