Baldur á heimleið

- Herjólfur kom í dag

25.Maí'17 | 21:35
IMG_3020

Baldur hefur sinnt siglingum milli lands og Eyja frá síðustu mánaðarmótum. Ljósmynd/AH.

Þá er þessari afleysingu ferjunnar Baldurs og áhafnar hennar að verða lokið. Aðeins er eftir að sigla eina ferð til viðbótar frá og til Eyja aftur. Eftir það er stefnan sett á hinn fallega Breiðafjörð og heimahöfn í Stykkishólmi.

Baldur verður þá búinn að sigla 113 ferðir milli lands og Eyja og flytja í þeim rúmlega 22.000 farþega, rúmlega 5.000 bíla auk flutningabíla og vagna. Sigld var skv. fullri áætlun alla daga nema fjóra og aðeins einn dagur þar sem ekkert var siglt en það var fyrsti dagur Baldurs í Eyjum og ölduhæð utan við Landeyjahöfn um 3 m.

Starfsmenn Eimskips hjá Herjólfi þakka Sæferðafólki fyrir einkar góð kynni, frábær störf sem fyrr og óskar þeim góðrar heimkomu, við sjáumst á Breiðafirðinum, segir í facebook-færslu Herjólfs.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is