Formaður umhverfisráðs:

Einlægur vilji til að hjálpa

24.Maí'17 | 14:06
IMG_2944

Gaujulundur. Ljósmynd/TMS.

Líkt og Eyjar.net greindi frá í lok síðustu viku bókaði umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyjabæjar að unnið hafi verið að endurbótum á vatnslögn sem liggur frá sorpbrennslu að Gaujulundi. Í kjölfarið fór af stað umræða á samfélagsmiðlum um málið. 

Eyjar.net ræddi málið við Margréti Rós Ingólfsdóttur, formann umhverfis- og skipulagsráðs.

Er það rétt skilið að umræddum endurbótum sé alls ekkert lokið?

Það er rétt að umræddum endurbótum er ekki lokið.  Því miður bilaði vatnslögnin fyrir nokkuð löngu.  Við hjá Vestmannaeyjabæ fengum bréf um þetta núna í vetur þar sem beðið var um að vatnslögnin yrði löguð.  Við höfðum strax samband við HS veitur sem tóku beiðni okkar vel og stefnan var að fara strax í að laga þetta.  Þá kom upp það vandamál að vegna framkvæmda við niðurrif Ísfélagsins þá er planið sem við þurfum að fara í gegnum haugfullt af járni og því ekki möguleiki að fara þar í gegn á meðan svo er.  Við stungum upp  á þeirri bráðabirgðalausn að koma upp tank við Gaujulund sem Vestmannaeyjabær myndi fylla á og umsjónaraðili nýta.  Það þótti honum ekki heppileg lausn.  Það voru því lagðar lagnir undir veginn við neðraplan Sorpu og erum núna að vinna að því að koma henni í tengsl við lögnina að lundinum, jafnvel þótt ekki væri nema til bráðabirgða.

Ef svo er, hvenær á að ljúka þeim?

Vonandi verður hægt að ljúka þeim á næstunni, en það veltur þó á ýmsum m.a. verkefnastöðu þeirra sem fara með framkvæmdina.

Hversu lengi hefur verið vatnslaust í Gaujulundi?

Ég hef ekki nákvæmar upplýsingar um það, en eins og ég sagði þá kom bréf um þetta til okkar núna í vetur.

Er rafmagn á svæðinu? 

Nei ég held ekki.

Hefur verið rafmagn í lundinum?

Já, ég held að ég fari rétt með að svo hafi verið.

Nú hefur sjálfboðaliði verið að reyna að halda garðinum við. Er gott samstarf á milli Vestmannaeyjabæjar og hans?

Mér vitanlega hefur ekki verið óskað eftir neinu samstarfi fyrr en þetta mál með lagnirnar kom upp og hjá okkur er einlægur vilji til að hjálpa til með það þótt það geti tekið tíma. Sjálf hef ég átt ágætis samskipti við umræddan sjálfboðaliða og veit sem er að Vestmannaeyjabær leggur sig fram við að koma fram við alla af sanngjörnum hætti. 

Okkar hlutverk er að standa með þeim sem vilja láta gott af sér leiða og það á við í þessu tilfelli eins og öðrum.

Eitthvað fleira sem þú vilt koma á framfæri vegna málsins?

Ég fagna því þegar fólk lætur sig málefni umhverfisins varða. Þrátt fyrir ólík sjónarmið, verðum við að geta rætt málin og borið virðingu hvert fyrir öðru án þess að þess að hlupið sé upp til handa og fóta með fingrabendingar og facebookstatusa sem skila litlu. Gaujulundur er afar fallegt svæði sem varð til vegna áhuga, natni og umhyggju og ég hef ekki áhuga á því að gera slíkt að deiluefni, segir Margrét Rós að endingu.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).