Bjargið fór ekki fet

24.Maí'17 | 06:57

Í gærkvöldi var gerð tilraun til að taka niður grjót ofan við byggingarsvæðið að Hlíðarvegi 4, þar sem varmadælustöð HS á að koma. Undirbúningur hefur staðið yfir í nokkurn tíma í samráði við sérfræðinga Náttúrustofu Suðurlands og jarðfræðinga Veðurstofu Íslands.

Vestmannaeyjabær stóð að framkvæmdinni og fékk til liðs við sig Björgunarfélag Vestmannaeyja til að sjá um undirbúning og framkvæmd aðgerða. Talið er að umrætt bjarg sé á bilinu 65-95 tonn á þyngd, og átti það að skila sér ofan í holuna sem komin er þar fyrir neðan.

Í stuttu máli fór framkvæmdin þannig fram að Björgunarfélagið kom spotta utan um grjótið/bergið sem hengdur var á stórt vinnutæki sem togaði. En allt kom fyrir ekki, bjargið haggaðist ekki. Eftir tvær tilraunir var ákveðið að fresta aðgerðum.

Fleiri myndir frá í gær má sjá hér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Óska eftir leiguhúsnæði

10.Ágúst'19

Óska eftir að taka á leigu húsnæði fyrir minni útgerð, lágmarksstærð ca. 20 fm. Kaup koma líka til greina, skoða allt. Upplýsingar s: 869 3499, Georg