Bjargið fór ekki fet

24.Maí'17 | 06:57

Í gærkvöldi var gerð tilraun til að taka niður grjót ofan við byggingarsvæðið að Hlíðarvegi 4, þar sem varmadælustöð HS á að koma. Undirbúningur hefur staðið yfir í nokkurn tíma í samráði við sérfræðinga Náttúrustofu Suðurlands og jarðfræðinga Veðurstofu Íslands.

Vestmannaeyjabær stóð að framkvæmdinni og fékk til liðs við sig Björgunarfélag Vestmannaeyja til að sjá um undirbúning og framkvæmd aðgerða. Talið er að umrætt bjarg sé á bilinu 65-95 tonn á þyngd, og átti það að skila sér ofan í holuna sem komin er þar fyrir neðan.

Í stuttu máli fór framkvæmdin þannig fram að Björgunarfélagið kom spotta utan um grjótið/bergið sem hengdur var á stórt vinnutæki sem togaði. En allt kom fyrir ekki, bjargið haggaðist ekki. Eftir tvær tilraunir var ákveðið að fresta aðgerðum.

Fleiri myndir frá í gær má sjá hér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.