Lóa Baldvinsdóttir Andersen skrifar:

Vinnan mín/lífið mitt

23.Maí'17 | 10:24

Ég hef oft sagt að eitt af mínum helstu gæfusporum í lífinu er að hafa drifið mig í nám og lært að verða leikskólakennari. Ég ætlaði aldrei að verða kennari, aldrei, rebbellinn sem ég er, ætlaði sko ekki að vinna við það sama og mamma, pabbi og Erla systir. 

Rebbellinn náði þó ekki lengra en það að ég valdi að verða leikskólakennari en ekki grunnskóla eða framhaldsskólakennari eins og þau. Já ég veit, ég er alveg svakalegur rebbell og syndi sko á móti straumnum.

Ástæðan fyrir því að ég slysaðist til að gerast leikskólakennari er sú að þegar ég útskrifaðist sem stúdent þá vantaði mig vinnu þar til ég fengi hugljómun um hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór. Ég átti 18 mánaða gamla stúlku sem ég þurfti að koma á leikskóla. Það vantaði starfsfólk á Rauðagerði og ég réð mig þangað og Kamilla Rún hóf sína leikskólagöngu á Bláu deildinni á Rauðgagerði. Ég var ekki búin að vinna lengi þegar ég varð yfir mig ástfanginn af þessu starfi. Elskaði að vinna með þessum yndislega litla fólki sem færði mér algerlega nýja sýn á lífið, börnin sem ég hef verið svo lánsöm að fá að gæta í gegnum tíðina (já ég er 100 ára) hafa verið mínir helstu kennarar.

Börn eru svo dásamleg, þau sjá lífið í svo fallegu ljósi og fyrir þeim eru allir jafnir, það er að segja þangað til við fullorðna fólkið troðum því upp á þau að það séu ekki allir jafnir. Börn eru einlæg og allt sem þau segja kemur frá hjartanu, líka þegar þau spyrja mann einu sinni í viku af hverju maður sé með svona stóran maga. Börn elska skilyrðislaust, þau hrósa þegar þau meina það og þá láta mann líka heyra það þegar þeim er misboðið.

Ég hef verið svo heppin að vinna á nokkrum leikskólum, með alls konar fólki, foreldrum, börnum og samstarfsfólki. Í dag vinn ég, að mínu mati, á besta vinnustað í heimi. Ég vinn með þvílíkum reynsluboltum og hæfileikabúntum sem hafa eitt hlutverk alla daga og það er að mennta, knúsa, gæta, kenna og hugsa um krílin sem okkur er treyst fyrir. Allar ,,kellingarnar“ mínar  eiga það eitt sameiginlegt að alla daga koma þær í vinnuna sína staðráðnar í að leggja hjarta og sál í ummönnun barnanna okkar. Á hverjum morgni taka þær á móti krílunum sínum með brosi á vör, staðráðnar í því að gera hvern dag góðan og staðráðnar í því að láta hverju og einu barni líða sem best-Þetta tekst þeim alla daga.

Það er þó eitt sem ég hef lært fremur öðru þennan tíma sem ég hef unnið sem leikskólakennari. Það er fólkið í leikskólanum og starfið sem gerir leikskólann að því sem hann er. Ef þú ert með gott starfsfólk sem sinnir vinnunni sinni af alúð og metnaði getur leikskóli þrifist hvar sem er.

Það er starfsfólkið og starfið sem það sinnir sem gerir leikskólann góðan. Það er ekki húsnæðið, leikföngin, litirnir á veggjunum eða magn leiktækja á útilóðinni. Ef starfsfólkið sinnir starfinu sínu af  lífi og sál, markmið starfsins eru skýr og árangursík þá erum við að tala um góðan leikskóla.

Lukkan er mín megin því starfsfólkið okkar Emmu sinnir starfinu sínu svo vel að ég fæ hamingjukast oft á dag þegar ég fylgist með því í leik og starfi. Krílin okkar eru glöð og ánægð og það segir okkur að við erum að gera eitthvað rétt.

P.s. Ég er að fara í námsferð til Glasgow á morgun með ,,Kellingunum“ mínum og gæti mögulega brjálast úr spennu, vildi bara deila því með ykkur smiley

 

Ykkar Lóa smiley

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.