Alfreð Alfreðsson skrifar:

Óskabarn þjóðarinnar

23.Maí'17 | 20:50
galaxy

Galaxy leysir Smyril af í Færeyjum.

Hafið er hættulegt og því er því skipt niður í svæði sem fá bókstafi eftir því hve hættuleg þau teljast. Breiðafjörður er t.d. svæði C því það er innan fjarðar. Svæðið milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar eða Þorlákshafnar er svæði B þar sem það er úthaf í norðanverðu Atlantshafi. 

Á Íslandi eru þrjár farþegaferjur með B leyfi, Herjólfur, Grímseyjarferjan Sæfari og Víkingur. Svæðið milli lands og eyja var skilgreint sem B svæði við opnun Landeyjahafnar, reyndar fékk Óskabarnið einkarétt á siglingum í Landeyjahöfn til fimm ára frá opnuninni árið 2010.

Óskabarnið hefur rekið Herjólf allan þennan tíma, og þegar skoðanir Herjólfs hafa átt sér stað, hefur Baldur, sem svo merkilega vill til að er í eigu Óskabarnsins sinnt áætlun Herjólfs. Þangað til í ár hefur Baldur fengið undanþágu frá ráðherra sem ku vera sérfræðingur í hættumati á eðli hafsins.

Í fyrra keypti Óskabarnið nýjan gamlan Baldur til siglinga um hinn fagra Breiðafjörð, skip með C leyfi. Eitthvað virðast þeir sem meta eðli hafsins á svæðinu í kringum eyjar hafa hlaupið á sig á sínum tíma því í fyrra var ákveðið að meta það sem C svæði frá maí fram í september, sem hlýtur að vera afskaplega þægilegt fyrir Óskabarnið, því nú þarf ekki að ónáða önnum kafinn ráðherrann við að gefa út undanþágu.

Syðsta eyja Færeyja heitir Suðurey. Þar búa 4600 manns. Siglingin milli Suðureyjar og Þórshafnar er 36 sjómílur. Ferðirnar eru 3 á dag. Ferjan sem siglir þar á milli heitir Smyrill. Smyrill tekur 1000 farþega og 200 bíla. Smyrill fer eins og Herjólfur í skoðun annað hvert ár. Þá leigja þeir Baldur rétt eins og Vegagerðin gerir. Baldur þeirra Suðureyinga heitir Galaxy. Galaxy var leigður frá Grikklandi. Hér fyrir ofan sjáið þið Galaxy, en bíðum við, Galaxy hefur B leyfi. Hann tekur svipað marga farþega og bíla og Smyrill.

Á fundi um samgöngumál í Eyjum tilkynnti rekstraraðili Óskabarnsins að ekki hefði verið hægt að finna ferju. Mikið hljóta Færeyingar að vera vel tengdir. Í fréttum í dag tilkynnti fulltrúi Vegagerðarinnar að ekki hefði verið til fé til að leigja ferju erlendis frá. Mikið eru Færeyingar heppnir.

Ástæða þess að Baldur kemur hingað í maí þegar ferðamannatraffíkin er loksins að byrja er sú, að þá fyrst er hafið orðið Cé en ekki Bé. Best hefði verið fyrir Eyjamenn að fyrr hefði verið leigð öflug ferja, jafnvel þegar siglt var í Þorlákshöfn. Kannski hefði verið lag að ræða við frændur okkar Færeyinga um að sameinast um að leigja ferju, sem hugsanlega hefði byrjað að sigla hingað meðan Herjólfur var í slipp og hefði síðan haldið til Færeyja að leysa Smyril af. Slíkt hefði auðvitað ekki hentað peningaskáp Óskabarnsins, en hefði vafalaust hentað Eyjamönnum vel.

Það getur vel verið að Eyjamönnum hlakki til að fara milli Landeyjahafnar og Eyja á 45 mínútum. Á hraða snigilsins tekur ferðin með nýju ferjunni til Þorlákshafnar tæpar fjórar klukkustundir við bestu aðstæður.

Hinum megin á jarðkringlunni er hún Ástralía. Þar smíða menn tvíbytnur (Catamaran) sem taka 1000 farþega og 200 bíla. Slík ferja siglir á 58 sjómílna hraða, yrði 10 mínútur í Landeyjahöfn og 45 mínútur í Þorlákshöfn (sjá myndband neðar). Í sex metra ölduhæð er slegið af hraðanum niður í 30 sjómílur. Í mínum huga sem lifi á árinu 2017 er það nútíminn.

Velkomin til ársins 1959. Fortíðin er handan við hornið!

 

Alfreð Alfreðsson

Íbúi í Vestmannaeyjum

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).