Of dýrt að leigja er­lenda ferju

23.Maí'17 | 06:24
IMG_3012

Breiðafjarðarferj­an Bald­ur á leið til Eyja. Mynd/AH.

Vega­gerðin tel­ur að of dýrt hefði verið að leigja bíl­ferju frá út­lönd­um til að leysa Vest­manna­eyja­ferj­una Herjólf af á meðan hann er í slipp. Þá sé ekki endi­lega víst að slík­ar ferj­ur gætu siglt bæði í Land­eyja­höfn og til Þor­láks­hafn­ar.

Í samn­ing­um Vega­gerðar­inn­ar við Eim­skip er kveðið á um að Vega­gerðin leigi skip til af­leys­inga þegar Herjólf­ur þarf að fara í slipp. Núna er Breiðafjarðarferj­an Bald­ur notuð en hún er í eigu Eim­skips.

Bald­ur er tals­vert minna skip og hef­ur auk þess ekki leyfi til að sigla til Þor­láks­hafn­ar þegar ófært er í Land­eyja­höfn. Það olli erfiðleik­um fyrst eft­ir að Herjólf­ur sigldi af stað til Dan­merk­ur, vegna óveðurs sem gekk yfir landið, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

 

Mbl.is sagði frá.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.