Vestmannaeyjastrengur 3 enn bilaður

Áætla að viðgerðin fari fram í júní

22.Maí'17 | 06:33
rafstreng_bilun_landsnet_lagf

Búið er að staðsetja bilunina. Mynd/Landsnet.

Við greindum frá í síðustu viku að engin varaleið er milli lands og Eyja á neysluvatninu. Þá bárust fregnir af því í apríl sl. að Vestmannaeyjastrengur 3 (nýi rafmagnsstrengurinn) væri bilaður og er sú bilun neðansjávar. Þá var vonast til að viðgerð gæti átt sér stað nú í maí.

Eyjar.net setti sig í samband við fulltrúa Landsnets vegna málsins. Steinunn Þorsteinsdóttir er upplýsingafulltrúi Landsnets:

„Undirbúningur á viðgerð vegna Vestmannaeyjastrengs 3 er í fullum í gangi. Bilanagreiningu er lokið og er bilunin neðansjávar um 6.2 km frá Eyjum. Aðgerðaráætlun er í gangi, við höfum fundað með fulltrúum frá NKT, framleiðendum strengsins, ásamt sérfræðingum á ýmsum sviðum s.s. kafara, verðurfræðingi og strengmælingarmönnum þar sem línur voru lagðar fyrir framhaldið.  

Undirbúningur viðgerðar gengur vel, erum að útvega viðgerðarefni, undirbúa aðstæður og að semja við viðgerðaraðila um skip, meðhöndlun sæstrengs og samtenginu.  Áætlað er að viðgerðin fari fram í fyrrihluta júní og að hún taki um tvær vikur. Hvenær hægt verður að fara í viðgerðina fer að miklu eftir sjólagi.” segir Steinunn.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).