Niðurstöður vorfundar Grunns til kynningar í fræðsluráði

Lögð áhersla á að efla jákvæða umfjöllun um málefni barna og ungmenna

og um skólastarf á Íslandi

21.Maí'17 | 14:04
vorskoli_grv

Mynd/GRV.

Kynning á helstu málefnum sem eru í umræðu hjá fræðsluyfirvöldum landsins um styrkleika íslenska skólakerfisins og tækifærin framundan voru til umræðu á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar.

Þar kemur fram að á árlegum vorfundi Grunns, félags fræðslustjóra og stjórnenda á skólaskrifstofum, sem haldinn var á Húsafelli dagana 26.-28. apríl sl. var lögð áhersla á að efla jákvæða umfjöllun málefni barna og ungmenna og um skólastarf á Íslandi. Rætt var um styrkleika skólakerfisins sem m.a. liggur í vellíðan nemenda og góðum samskiptum, jöfnuði og breiðu námi í grunnþáttum menntunar. 

Fagnað var úttekt Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og tekið undir að unnið verði í samræmi við þær tillögur sem þar koma fram. Sú vinna taki mið af fjölbreyttum barnahópi og hvernig námsþörfum barna og ungmenna verði best mætt. Vorfundurinn undirstrikar mikilvægi þess að stýrihópur samstarfsaðila leggi áherslu á að ná sátt um sameiginlegan skilning aðila á inntaki skóla fyrir alla og hvaða lágmarksþjónustu skólar veita.

Einnig að úthlutun fjármagns vegna barna með sérþarfir verði endurskoðuð og að greining verði ekki lengur talin forsenda úthlutunar. Á fundinum voru rædd tækifærin framundan í skólastarfi og lögð áhersla á mikilvægi þess að grípa til aðgerða til að fjölga kennaranemum og starfandi kennurum.

Samstillt átak þarf að eiga sér stað á komandi árum til að laða að kennara og kennaranema til að viðhalda góðu skólastarfi á Íslandi. Það felst m.a. í betri tengingu grunnnáms kennaranema við vettvanginn, auknum stuðningi við nýútskrifaða kennara og sérstökum styrkjum til þeirra sem velja kennaranám, segir í fundargerð fræðsluráðs um málið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.