Mis­tök ollu bil­un­inni

19.Maí'17 | 14:29

Mis­tök við viðgerð á farþega­ferj­unni Baldri í morg­un ollu því að ferj­an varð vél­ar­vana á milli lands og Vest­manna­eyja á öðrum tím­an­um í dag. Þetta seg­ir Gunn­laug­ur Grett­is­son, rekstr­ar­stjóri Herjólfs. 

„Hit­un í vél kom upp í skip­inu á leið til Land­eyj­ar­hafn­ar fyr­ir há­degi í dag vegna óhrein­inda í kæli­kerfi en þegar gert var við það voru gerð smá mis­tök sem ollu þessu. En skipið er komið í gang núna og mun að mér skilst ná fullu afli,“ seg­ir Gunn­laug­ur í sam­tali við mbl.is, en hann var sjálf­ur í ferj­unni á leið til Land­eyja­hafn­ar. Mbl.is greinir frá.

Frétt Eyjar.net um málið.

Bald­ur fór af leið klukk­an 13:18 en Lóðsinn, drátt­ar­bát­ur frá Vest­manna­eyj­um, var kallaður til til aðstoðar. Kom þó ekki til þess að það þyrfti að draga ferj­una, þar sem hægt var að laga bil­un­ina og koma skip­inu aft­ur í gang. „En það er auðvitað aldrei gott þegar ferja er ekki með afl á sigl­ingu,“ seg­ir Gunn­laug­ur. 

Ferj­an átti að fara frá Vest­manna­eyj­um klukk­an 13:45 og frá Land­eyja­höfn klukk­an 14:45, en ljóst er að seink­un verður á þeim ferðum. „Það er smá seink­un en við náum lík­lega að vinna hana upp á tveim­ur leggj­um,“ seg­ir Gunn­laug­ur að lok­um.

 

Mbl.is

 

 

Tags

Baldur

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%