Íbúar Odda við Vestmannabraut skrifa:

Dagur sólar

- Ljóst er að skipulagsnefnd og byggingafulltrúi hafa með ákvörðunum sínum tryggt að dagar sólar verða ekki lengur á lóð okkar því munum við ekki una!

14.Maí'17 | 15:19
IMG_2901

Hér má sjá uppsláttinn að nýbyggingunni og húsið Odda.

Vegna viðtals við formann skipulagsnefndar hér á netmiðlinum eyjar.net þá vil ég að eftirfarandi komi fram þar sem ég er einn af þeim sem á fasteign að umræddri byggingu Vestmannabraut 63b og vil gera grein fyrir því sem kom fram í mínum samskiptum við bæði skipulagsnefnd og byggingafulltrúa.

Þegar fyrri lóðarhafi ætlaði að byggja þrjú hús á umræddum lóðum (kom fram í grendarkynningu) ekki fengu allir nágrannar þá kynningu og var þeim sagt að þeim kæmi málið ekki við því þeirra eignir voru ekki innan skipulagslínu.  Þá gerðum við íbúar við nærliggjandi hús þ.e. Odda og Heiðarbrún athugasemdir sem var fallist á, síðan varð ekki úr neinum framkvæmdum hjá þeim einstaklingi og málið lá í láginni um tíma.

Svo gerist það allt í einu er búið að setja niður stikur og strika í lóðina og nú á að fara að grafa. Skipulagsnefnd hafði þá þ.e. 23.03.2017 úthlutað lóðinni Vestmannabraut 63b og 61 og sagt að skila skildi inn teikningum fyrir 1.okt 2017. Á þessum tíma ætlaði lóðarhafi að byrja að grafa án þess að búið væri að skila inn teikningum.

Ég ásamt öðrum nágrönnum höfðum samband við byggingafulltrúa og spurðum hvort umrædd framkvæmd færi ekki í grendarkynningu „Nei það þarf ekki og verður ekki gert“ gott og vel þá vissum við það. Svo var drifið í því að halda aukafund í skipulagsráði og teikningar samþykktar sem lágu fyrir og af því að ég fretti af þessum aukafundi þá skrifaði ég formanni og byggingafulltrú bréf og lagði fram eftirfarandi spurningar:

Vestmannaeyjum 27,03. 2017

Ágæti Byggingafulltrúi /formaður Skipulagsnefndar

Eins og ykkur er kunnugt um þá úthlutaði Skipulagsnefnd tveimur byggingarlóðum þ.e. Vestmannabraut 63b og Vestmannabraut 61 í framhaldi af úthlutun lóðanna þá er það mér sem íbúa að Vestmannabraut 63a tel ég mig málið varða sem næsta nágranna ég vil því leggja fram eftirfarandi spurningar er varða byggingar á þessum lóðum.

Voru lóðirnar auglýstar í eða á einhverjum samfélgsmiðli? Eftir að síðasti handhafi lóðarinnar skilaði inn sínum byggingarrétti ?
Hvert er áætlað byggingarmagn á lóðinni Vestmannabraut 63b og hver eru lóðarmörk þeirrar lóðar ?

Þegar um þéttingu byggðar eins og á við í þessu  máli í gamalgrónu hverfi þá þarf að gæta allra sjónarmiða og að ég tel hefði mátt senda erindi til næstu íbúa til kynningar á þeim breytingum sem verða eftir að nýr aðili tekur við umræddum lóðum. Samkvæmt skipulagslögum nr.123/2010 segir í 44.Gr.  44.gr Grendarkynning : þar segir „þegar um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skal skipulagsnefnd láta fara fram grendarkynningu, sbs.2. og 3. mgr. 43gr“  Þessi málsgrein segir mér að vegna breytinga á teikningum, þó svo að þær seu ekki  stórvæilegar, og að ekki hafi verið enn skilað inn teikningum af Vestmannabraut 61 Þá þurfi Skipulagsnefnd að brjóta odd af oflæti sýnu og senda okkur nágrönnum erindi um það  hvernig byggja skuli á umræddum lóðum.

Ég ætla ekki að fara frekar út í málið að svo stöddu en hvet Skipulagsnefnd að skoða þetta erindi mitt og ég tala fyrir munn nokkurra þeirra sem teljast nágrannar í þessu tilfelli. Mér finnst vanta inn í þessa mynd teikningar af Vestmannabraut 61.  Ég hvet Skiplagsnefnd til samstarfs vegna þess að þarna er um að ræða mjög viðkvæmt mál og snertir marga strengi okkar sem hafa búið á þessu svæði. Oft hefur verið leitað til bæjarbúa í álitamálum og gefist vel og málin rædd og leyst. Sem ég vona að verði í þessu tilfelli.

 Með vinsemd Ólafur Lárusson kt:0403543289  Odda Vestmannabraut 63a  900 Vm

 

Svar nefndarinnar var á þá leið „að umrætt skipulag sýni með afgerandi hætti  hvernig byggja á“ þó voru lagðar fram breyttar teikningar til nefndarinnar sem okkur kom ekki  við hvernig væru. Hvað varðar byggingamagn á umræddri lóð hefur mér ekki verið svarað og nefndin samþykkti einnig leyfi fyrir sólskála  fyrir vestan húsið.

Allt þetta mál er með miklum ólíkindum og skaðinn skeður eins og sagt er. Við íbúar í Odda Vestmannabraut 63a munum í ljósi þess hvernig mál þetta er unnið í heild áskilja okkur þann rétt að leita til lögfræðings og kanna stöðu okkur.  Á degi sólar eru oft teknar ákvarðanir sem fólk á ekki að hafa skoðanir á eða láta bara ganga yfir sig, því hvet ég fólk til aðgæslu þegar bæjaryfirvöld auglýsa breytingar á skipulagi hér í bæ. Ljóst er að skipulagsnefnd og byggingafulltrúi hafa með ákvörðunum sínum tryggt að dagar sólar verða ekki lengur á lóð okkar því munum við ekki una!

 

Með vinsemd íbúar Odda við Vestmannabraut.  

 

Viðtal Eyjar.net við formann skipulagsráðs.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.