Sighvatur til liðs við K100

Eyjamaðurinn góðkunni snýr aftur í útvarp.

13.Maí'17 | 08:49
hvati_k_2017_cr

Sighvatur í hljóðveri K100. Mynd/aðsend.

Hulda Bjarna­dótt­ir og Sig­hvat­ur „Hvati“ Jóns­son hafa gengið til liðs við út­varps­stöðina K100, á FM 100,5, sem rek­in er af Árvakri hf., sem m.a. gef­ur út Morg­un­blaðið, rek­ur frétta­vef­inn mbl.is og Eddu út­gáfu.

Um mánaðamót­in fer nýr síðdeg­isþátt­ur þeirra Huldu og Hvata í loftið á K100. Þátt­ur­inn verður líf­leg­ur og upp­lýs­andi í takti við þá skemmti­legu stemn­ingu sem rík­ir á K100.

„Við Hulda höf­um þó nokkra reynslu af morg­un- og síðdeg­isþátt­um frá fyrri út­varps­störf­um, sem sann­ar­lega nýt­ist okk­ur vel í dag,“ seg­ir Hvati.

„Ætl­un­in er að sníða nýj­an þátt að nýj­um tím­um, nýj­um sam­skipta­leiðum og nýrri tækni. Útvarps­stöðin K100 geng­ur í gegn­um spenn­andi tíma þessa dag­ana. Við tök­um þátt í þeirri umbreyt­ingu af krafti með því að leiða líf­lega dæg­ur­mála- og lífs­stílsum­ræðu fyr­ir Íslend­inga á leið heim úr vinnu á hverj­um degi. Síðdeg­isþátt­ur­inn verður svo sann­ar­lega ekki hefðbund­inn frétta­tengd­ur dæg­ur­málaþátt­ur. Við ætl­um að nálg­ast allt efni á nýj­an hátt, meðal ann­ars með nýrri tækni sem mun skapa K100 sér­stöðu meðal ís­lenskra út­varps­stöðva,“ seg­ir Hvati og bæt­ir við að það sé frá­bært að fá tæki­færi til að starfa með Huldu á ný.

Taka þátt í lífi fólks

„Þátt­ur­inn er fyr­ir fólk sem hef­ur skoðanir, fólk sem er ekki sama og fyr­ir fólk sem veit hvað það vill – þetta verður ís­lenskt út­varp eins og það ger­ist best,“ seg­ir Hulda. „Við ætl­um að vera á meðal fólks, taka þátt í lífi þess, líkt og við ger­um á hverj­um degi á sam­fé­lags­miðlum. Lík­lega er þetta upp­hafið á kyn­slóðarbreyt­ingu í ís­lensku út­varpi. Það er spenn­andi að koma að upp­bygg­ing­unni hjá Árvakri enda metnaðarfullt og hæfi­leika­ríkt fólk fyr­ir hjá fyr­ir­tæk­inu. Ég hlakka til að starfa með þessu landsliði í út­varpi sem er mætt til leiks á K100 og því fag­fólki sem fyr­ir er á miðlum Árvak­urs,“ seg­ir Hulda.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%