Framkvæmda- og hafnarráð:

Skoða hvort breyta þurfi afgreiðslu- og athafnasvæðum við Herjólf

11.Maí'17 | 06:19
bilabru_herjolf

Ekjubrú Herjólfs.

Afgreiðslusvæði Herjólfs var til umræðu á fundi framkvæmda- og hafnarráðs fyrr í vikunni. Með tilkomu nýrrar ferju sumarið 2018 telur framkvæmda- og hafnarráð brýnt að skoða í tíma hvort breyta þurfi afgreiðslusvæðum og athafnasvæðum við Herjólf. 

Nauðsynlegt sé að fara í viðræður við Vegagerðina sem eiganda bæði skips og ferjumannvirkja.

Ráðið samþykkir að skipa starfshóp sem í sitja Sigursveinn Þórðarson, Stefán Jónasson og Andrés Þ Sigurðsson. Að auki munu Ólafur Þ Snorrason framkvæmdastjóri og Sigurður Smári Benónýsson skipulags- og byggingarfulltrúi starfa með hópnum. Skal starfshópurinn óska eftir samráði við Vegagerðina eða eftir atvikum þeim aðilum sem að málinu koma, segir í bókun ráðsins.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is