Andrés Þ. Sigurðsson í viðtali
Metfjöldi skemmtiferðaskipa í sumar
Búist við 63 komum í ár - þurfum að fara í framkvæmdir því við erum komin að þolmörkum eins og staðan er í dag
9.Maí'17 | 06:50Í ár er búist við að 63 komum skemmtiferðaskipa til Vestmannaeyja. Er þetta talsverð fjölgun frá í fyrra sem þó var met ár. Fyrsta skipið kemur þann 20. maí og það síðasta 25. september. Eyjar.net ræddi um þessa aukningu við Andrés Þ. Sigurðsson, yfirmann hafnarsviðs hjá Vestmannaeyjahöfn.
Nú hefur verið stöðugur stígandi í komum skemmtiferðaskipa. Er mikið af nýjum skipum sem bætast við í ár?
Já, það hefur verið mikill stígandi í komu skemmtferðaskipa hingað til Eyja. Talsvert er um að ný skip séu að bætast við sem ekki hafa komið áður, þetta eru aðallega expedition skip sem eru að bætast við en þau eru í minni kanntinum 100 til 140m löng og henta mjög vel hér þar sem hafnaraðstaðan er mjög takmörkuð hjá okkur.
Hvað voru margar komur skemmtiferða skipa í fyrra?
Það komu 40 skip við hérna í fyrra, sem er met og gekk það allt vel. Veðrið var einstakt og fóru aðeins þrjú skip framhjá vegna veðurs og voru það að allt skip sem ætluðu að vera á akkeri. Þannig að það má segja að öll skip sem ætluðu að koma til hafnar gerðu það, en það hefur ekki gerst áður. Algengt var að af 10 skipum sem ætluðu að koma, þurftu þrjú til fjögur skip að hætta við, svo segja má að síðasta sumar hafi verið sérstakt.
En árið 2015?
Þá komu hingað 30 skip og höfðum heldur ekki séð þann fjölda áður. Átta skip þurftu frá að hverfa vegna veðurs 2015 og var það sumar að mörgu leiti erfiðara þó skipin hafi verið færri. Bæði var það veðrið og svo hvernig landanir uppsjávarskipa og aðrar skipakomur stönguðust á farþegaskipin.
Hvað er stærsta skipið stórt sem kemur í ár? (kemst væntanlega ekki inn í höfnina)
Stærsta skipið sem kemur nú í sumar er Artanía sem um 45.000 tonn að stærð og 231m að lengd. Það er nú rétt að geta þess að það skip gæti auðveldlega lagst að í Skansfjörunni ef það væri viðlegukanntur þar. Stærstu skip sem við tökum að bryggju í dag eru um 20.000 tonn eða 170m.
En sem kemur inní höfnina?
Stærsta skipið í ár sem leggst upp að bryggju verður líklega Silver Wind sem er 16.800 tonn og 156m að lengd. Ef veður og aðstæður leyfa þá gæti hugsanlega verið hægt að taka inn stærsta skipið sem komið hefur til hafnar í Vestmannaeyjum, Prinsendam, þann 2 september, en það er 38.000 tonn og 205m langt, það er nýlegt skip með góða stjórnhæfni og alveg sérstakt að geta komið inn skipi af þessari stærð. Til að það gæti gengið þarf að vera alger blíða og ekkert uppsjávarskip að landa hjá Ísfélaginu. Ég reikna samt með því á akkerislegu því það er svo erfitt að eiga við svona stór skip.
Þetta hlýtur að vera góð búbót fyrir rekstur hafnarinnar?
Þegar fjöldi skipana er orðinn svona mikill er þetta farið að telja í tekjum og vertíðarbragur hjá okkur hafnarköllunum því það er svo mikið að fá þessa viðbót við aðra starfsemi hafnarinnar. Draumurinn er náttúrulega sá að eitthvað verði gert til að sinna þessari viðbót og gerður yrði viðlegukanntur í Skannsfjörunni, með honum væri hægt að aðskilja skemmtiferðaskipin frá bræðslunni hjá Ísfélaginu, því þetta fer mjög illa saman. Við hér í Vestmannaeyjum njótum þess að geta boðið upp á nálægð við náttúruna sem ekki fæst annarsstaðar og erum við því í góðri aðstöðu til að auka okkar hlut, en kröfurnar um aðstöðu til að taka á móti skipunum er að aukast og hafa aðrar hafnir eins og Akureyri og Ísafjörður brugðist við því með mikilli fjárfestingu, sem er að skila sér til baka. Því miður get ég ekki sagt annað en að við höfum ekki sinnt þessu sem skyldi, en um leið og hægt er að afgreiða stærri skip koma meiri tekjur. Til þess að geta tekið þátt í skemmtiferðaskipabransanum í framtíðinni þurfum við að fara í framkvæmdir því við erum komnir að þolmörkum eins og staðan er í dag.
Hér má sjá lista yfir komur skipa í sumar.
nr | skip | dags |
1 | Spitzbergen | 20.maí |
2 | Ocaen Diamond | 24.maí |
3 | Spitzbergen | 31.maí |
4 | Amandea | 31.maí |
5 | Ocaen Diamond | 2.jún |
6 | Callisto | 11.jún |
7 | Ocaen Diamond | 11.jún |
8 | Spitzbergen | 11.jún |
9 | Artania | 14.jún |
10 | Ocean Diamond | 20.jún |
11 | Spitzbergen | 22.jún |
12 | Callisto | 23.jún |
13 | Callisto | 25.jún |
14 | Ocean Endevour | 27.jún |
15 | Le Soleal | 27.jún |
16 | Ocean Diamond | 29.jún |
17 | Amandea | 29.jún |
18 | Adonia | 30.jún |
19 | Le Soleal | 3.júl |
20 | NG Orion | 4.júl |
21 | Callisto | 7.júl |
22 | Saga Pearl ll | 7.júl |
23 | Ocean Diamond | 8.júl |
24 | Star Legend | 8.júl |
25 | Callisto | 9.júl |
26 | Le Soleal | 10.júl |
27 | Albatros | 10.júl |
28 | Astor | 10.júl |
29 | NG Orion | 12.júl |
30 | Star Legend | 15.júl |
31 | Ocean Diamond | 17.júl |
32 | Le Soleal | 17.júl |
33 | Star Pride | 18.júl |
34 | NG Orion | 20.júl |
35 | Callisto | 21.júl |
36 | Star Legend | 22.júl |
37 | Callisto | 23.júl |
38 | Le Soleal | 24.júl |
39 | Star Pride | 25.júl |
40 | Ocean Diamond | 26.júl |
41 | NG Orion | 28.júl |
42 | Ocean Diamond | 28.júl |
43 | Star Legend | 29.júl |
44 | Amandea | 30.júl |
45 | Ocean Majesty | 31.júl |
46 | Le Soleal | 31.júl |
47 | Star Pride | 1.ágú |
48 | Callisto | 4.ágú |
49 | NG Orion | 5.ágú |
50 | Callisto | 6.ágú |
51 | Star Pride | 8.ágú |
52 | Silver Wind | 11.ágú |
53 | Callisto | 18.ágú |
54 | Callisto | 20.ágú |
55 | Astor | 22.ágú |
56 | Ocean Majesty | 25.ágú |
57 | Callisto | 1.sep |
58 | Prinsendam | 2.sep |
59 | Callisto | 3.sep |
60 | Callisto | 15.sep |
61 | Ocean Diamond | 12.sep |
62 | Ocean Diamond | 20.sep |
63 | Hanseatic | 25.sep |

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).