Vestmannaeyjabær styrkir orlofsnefnd Líknar

Kúvending í húsmæðraorlofsmáli

9.Maí'17 | 15:31
IMG_1831

Vestmannaeyjabær. Mynd/TMS

Innheimtubréf frá Lagaþingi sf. um orlof húsmæðra og miðast við 106,40 kr. á hvern íbúa í Vestmannaeyjum var tekið fyrir í bæjarráði í dag. Í erindinu var óskað eftir að Vestmannaeyjabær greiði Kvennfélaginu Líkn 602.674 kr. vegna orlofs húsmæðra. 

Bæjarráð hefur áður lýst yfir fullum stuðningi við einróma ályktun kvennafundar bæjarstjórnar á kvennréttindadaginn 19. Júní 2008 þess efnis að greiðsla húsmæðraorlofs væri ekki í anda jafnréttis. Sá stuðningur er óbreyttur. Hinsvegar hefur bæjarráð Vestmannaeyja og Vestmannaeyjabær átt afar farsælt samstarf við Kvennfélagið Líkn allt frá stofnun þess 14. febrúar 1909.

Hvetja Líkn til að nýta upphæðina til góðgerðamála

Samstarfið hefur fyrst og fremst einkennst af gagnkvæmri virðingu og samstöðu í því sem snýr að líknamálum og hefur það til að mynda skilað sér í framlögum til tækjakaupa sjúkrahússins, uppbyggingu í málefnum aldraðra og mörgum fleiri góðum málum. Bæjarráð er afar annt um að hvergi beri skugga á það samstarf og samþykkir því að greiða Líkn 700.000 kr. og hvetur Líkn til að nýta upphæðina til góðgerðamála. 

Stefán Óskar Jónasson bókaði sérstaklega að hann fagni þessari niðurstöðu þar sem hann hafi stutt málið frá upphafi.

 

Þessu tengt:

Húsmæðraorlofið stenst ekki jafnréttislög

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is