Dagbók lögreglunnar:

Í ójafnvægi sökum ölvunar

- Fljótlega verður farið að sekta þá sem aka um á negldum hjólbörðum

9.Maí'17 | 18:27

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku án þess þó að einhver alvarleg mál hafi komið upp.  Skemmtanahald helgarinnar gekk ágætlega fyrir sig og engin teljanleg útköll á öldurhús bæjarins.

Þann 4. maí sl. Var lögreglu tilkynnt um að skemmdir hafi verið unnar á bifreið sem stóð á Vesturvegi við hús nr. 27.  Leikur grunur á hver þarna var að verki og er málið í rannsókn. Einn fékk að gista fangageymslur lögreglu um liðna helgi en hann hafði verið í ójafnvægi sökum ölvunar og fékk því gistingu hjá lögreglu.

Í byrjun vikunnar var lögreglu tilkynnt um vinnuslys hjá Marhólmum en þarna stigi runnið undan manni þannig að hann féll í gólfið.  Maðurinn fékk minniháttar skrámur.

Alls liggja fyrir fimm brot vegna umferðarlaga eftir vikuna og er í þremur tilvikum um að ræða ólöglega lagningu ökutækis.  Í einu tilviki var um hraðakstur að ræða en þarna hafði bifreið mælst á 97 km/klst. á Hamarsvegi en þar er hámarkshraði 50 km/klst.   Þá var tilkynnt um að ekið hafi verið utan í bifreið sem lagt var við Vesturveg 4 og að sá sem olli tjóninu hafði ekki fyrir þvi að tilkynna það.  Er talið að tjónið hafi átt sér stað 2. eða 3. maí sl.

Lögreglan vill minna ökumenn og eigendur ökutækja á að skipta yfir á sumardekkin en fljótlega verður farið að sekta þá sem aka um á negldum hjólbörðum.   Rétt er að minna á að sektin fyrir akstur á negldum hjólbörðum er kr. 5.000,- á hvern negldan hjólbarða.

Lögreglan vill koma þeim tilmælum til foreldra og forráðamanna barna að þann 1. maí nk. breytist útivistatími barna og lengist þá heimildi þeirra til að vera á almannafæri um tvær klukkustundir, eins og fram kemur í 92. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002:

„Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir.“

Varðandi aldur þá er miðað við almannaksár.

 

Tags

Lögregla

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).