Baldur hefur ekki leyfi til siglinga í Þorlákshöfn

Bæjarráð harmar rofið samkomulag um afleysingaskip fyrir Herjólf

og hvetur þingmenn Suðurlands til að láta sig málið varða

9.Maí'17 | 14:05
baldurinn

Baldur við bryggju í Landeyjahöfn.

Í bæjarráði í dag var einu sinni sem oftar umræða um samgöngumál. Bæjarráð fjallaði þar um þá slæmu stöðu sem upp er komin vegna ákvörðunar Vegagerðarinnar um að nýta Baldur til siglinga fyrir Herjólf á meðan hann er í slipp án þess að fengin hafi verið undanþága til siglinga á hafsvæði B fyrir hann. 

Fyrir liggur að enn hefur ekki fengist undanþága Innanríkisráðuneytis til siglinga Baldurs í Þorlákshöfn en erindi þar að lútandi hafa í tvígang verið send inn og þrátt fyrir að bæjaryfirvöld hafi verið meðvituð um að Baldur hefði ekki heimild til siglinga um hafsvæði B stóð bæjarráð í þeirri trú að eins og áður fengist slíkt.

Krafa bæjarráðs og Vestmannaeyjabæjar hefur alla tíð verið skýr hvað varðar það að ekki komi á neinum tíma til greina að fengið sé afleysingaskip fyrir Herjólf sem ekki hefur heimild til siglinga í Þorlákshöfn. Til marks um það má nefna fjölmargar ályktanir og erindi send hafa verið samgönguyfirvöldum og vísast þar til að mynda til samþykkt bæjarráðs á 2874. fundi ráðsins þar sem segir að öllum tímum skuli „...tryggt að fullnægjandi skip leysi Herjólf af á meðan á slipptöku stendur“ 

Seinustu ár hefur ríkt samkomulag milli Vestmannaeyjabæjar, atvinnulífsins í Vestmannaeyjum, hins almenna bæjarbúa og samgönguyfirvalda um að í lengri frátöfum Herjólfs vegna slipptöku og viðhalds myndi skip sem réði við siglinar í bæði Landeyjahöfn og Þorlákshöfn annast þjónustu. Bæjarráð harmar að það samkomulag hafi nú verið rofið og hvetur þingmenn Suðurlands til að láta sig málið varða, segir í bókun bæjarráðs.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).