Handknattleikur:

Theodór kallaður í landsliðshóp

6.Maí'17 | 18:20

Theodór Sigurbjörnsson hornamaður ÍBV hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Makedóníu annað kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu sem HSÍ sendi frá sér fyrr í dag. 

Theodór æfir með liðinu nú síðdegis en hann er kallaður inn í hópinn í stað Gunnars Steins Jónssonar sem meiddist á ökkla á æfingu í Makedóníu og er óvíst með frekari þátttöku hans í þessu landsliðsverkefni.

Theodor átti stórkostlegt tímabil með liði sínu ÍBV en hann var einnig markahæstur í deildinni. Ísland mætir Makedóníu í undankeppni Evrópumótsins á morgun og er leikurinn í beinni útsendingu á RÚV, útsending hefst 19:45.

 

Ruv.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is