Rödd fólksins - Sigþóra Guðmundsdóttir

Óvissuþáttum þarf að fækka

Sigþóra skynjar kvíða hjá mörgum krökkum, við að ferðast á milli lands og Eyja

5.Maí'17 | 08:52
Herjolfur-mynd1-1024x482

Mynd/Herjólfur.

Næstkomandi miðvikudag verður samgöngufundur í Eyjum. Eyjar.net ræddi við einn af frummælendum fundarins. Sigþóra Guðmundsdóttir er annar tveggja fulltrúa íbúa á fundinum. Við spurðum hana útí hennar sýn á samgöngurnar milli lands og Eyja.

Nú eru samgöngumálin alltaf í brennidepli í Eyjum. Hvernig horfa þau við þér, sem íbúa í Eyjum? 

Samgöngumálin horfa við mér eins og hverjum öðrum íbúa í Vestmannaeyjum. Þegar ég þarf að ferðast frá Eyjum magnast upp eitthvað óvissuferli sem að veldur því að ég fer í að fylgjast með ölduspám, veðri og öðru sem alla jafna eg hef engan áhuga á.

Hvað telur þú mikilvægast að bæta í samgöngunum í dag?

Þegar ég ferðast t.d. af landinu er ég rosa björt, reikna með nánast engri fjarveru úr vinnu en svo þegar nær dregur fara að læðast að manni efasemdarraddir, sem enda á því að ég pakka niður um nótt og hendist í næst síðustu "öruggu ferðina". 

En við verðum að vanda okkur, hvernig við tölum um samgöngurnar. Ég skynja kvíða hjá mörgum krökkum, við að ferðast á milli lands og Eyja, og þar kenni ég okkur um. 

En hvernig líst þér á framtíðina m.t.t samgangna?

Framtíð bæjarfélagsins er bundið því að framtíðarlausnir Vegagerðarinnar gangi upp. Óvissuþáttum þarf að fækka til að ég verði rólegri yfir væntanlegum breytingum.


Rödd fólksins - opinn fundur um samgöngumál

Sigþóra Guðmundsdóttir er einn nokkura frummælanda á samgöngufundi sem verður í Akóges næstkomandi miðvikudag kl. 18.00. Erindi Sigþóru á fundinum nefnist: „Samgöngur í augum húsmóður með börn í íþróttum.”

Auk Sigþóru verða frummælendur:

  • Ásmundur Friðriksson; Framlag ríkisins, afkoma Herjólfs og ferðakostnaður íbúa.
  • Elliði Vignisson; Sýn bæjarsjórnar.
  • Jóhann Jónsson; Væntingar og vonir íbúa um betri og ódýrari samgöngur.
  • Grímur Gíslason; Þjóðvegurinn til Eyja í fortíð, nútíð og framtíð.
  • Pallborð; Framsögumenn, fulltrúar Eimskips og Vegagerðar.

Fundarstjórar; Tryggvi Már Sæmundsson og Ómar Garðarsson.

Það eru Eyjar.net, Eyjafréttir og Ásmundur Friðriksson sem standa að fundinum.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.