Rödd fólksins - Sigþóra Guðmundsdóttir

Óvissuþáttum þarf að fækka

Sigþóra skynjar kvíða hjá mörgum krökkum, við að ferðast á milli lands og Eyja

5.Maí'17 | 08:52
Herjolfur-mynd1-1024x482

Mynd/Herjólfur.

Næstkomandi miðvikudag verður samgöngufundur í Eyjum. Eyjar.net ræddi við einn af frummælendum fundarins. Sigþóra Guðmundsdóttir er annar tveggja fulltrúa íbúa á fundinum. Við spurðum hana útí hennar sýn á samgöngurnar milli lands og Eyja.

Nú eru samgöngumálin alltaf í brennidepli í Eyjum. Hvernig horfa þau við þér, sem íbúa í Eyjum? 

Samgöngumálin horfa við mér eins og hverjum öðrum íbúa í Vestmannaeyjum. Þegar ég þarf að ferðast frá Eyjum magnast upp eitthvað óvissuferli sem að veldur því að ég fer í að fylgjast með ölduspám, veðri og öðru sem alla jafna eg hef engan áhuga á.

Hvað telur þú mikilvægast að bæta í samgöngunum í dag?

Þegar ég ferðast t.d. af landinu er ég rosa björt, reikna með nánast engri fjarveru úr vinnu en svo þegar nær dregur fara að læðast að manni efasemdarraddir, sem enda á því að ég pakka niður um nótt og hendist í næst síðustu "öruggu ferðina". 

En við verðum að vanda okkur, hvernig við tölum um samgöngurnar. Ég skynja kvíða hjá mörgum krökkum, við að ferðast á milli lands og Eyja, og þar kenni ég okkur um. 

En hvernig líst þér á framtíðina m.t.t samgangna?

Framtíð bæjarfélagsins er bundið því að framtíðarlausnir Vegagerðarinnar gangi upp. Óvissuþáttum þarf að fækka til að ég verði rólegri yfir væntanlegum breytingum.


Rödd fólksins - opinn fundur um samgöngumál

Sigþóra Guðmundsdóttir er einn nokkura frummælanda á samgöngufundi sem verður í Akóges næstkomandi miðvikudag kl. 18.00. Erindi Sigþóru á fundinum nefnist: „Samgöngur í augum húsmóður með börn í íþróttum.”

Auk Sigþóru verða frummælendur:

  • Ásmundur Friðriksson; Framlag ríkisins, afkoma Herjólfs og ferðakostnaður íbúa.
  • Elliði Vignisson; Sýn bæjarsjórnar.
  • Jóhann Jónsson; Væntingar og vonir íbúa um betri og ódýrari samgöngur.
  • Grímur Gíslason; Þjóðvegurinn til Eyja í fortíð, nútíð og framtíð.
  • Pallborð; Framsögumenn, fulltrúar Eimskips og Vegagerðar.

Fundarstjórar; Tryggvi Már Sæmundsson og Ómar Garðarsson.

Það eru Eyjar.net, Eyjafréttir og Ásmundur Friðriksson sem standa að fundinum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).