Eyjar.net, Eyjafréttir og Ásmundur Friðriksson kynna:

Rödd fólksins - opinn fundur um samgöngumál

- þann 10. Maí kl. 18.00 í Akóges

3.Maí'17 | 11:45
_DSCNýr Herjólfur í brotum í Landeyjahöf

Samsett mynd.

Miðvikudaginn 10. maí verður haldinn hér í Eyjum opinn fundur um samgöngumál. Þar gefst bæjarbúum tækifæri til að spyrja fulltrúa ríkis og bæjar út í samgöngumálin í nútíð og framtíð. Auk þess verða fulltrúar bæjarbúa með framsögu. 

Yfirskrift fundarins er „Rödd fólksins” og verður hægt að bera upp fyrirspurnir á fundinum. Þeir sem standa að fundinum eru Eyjar.net, Eyjafréttir og Ásmundur Friðriksson.

Tækifæri til að segja skoðun sína á tíðni ferða, kostnaði við ferðir og fá upplýsingar

Ástæður fyrir þessum fundi eru fyrst og fremst að skapa svigrúm fyrir „Rödd fólksins“ til að segja sína skoðun og spyrja spurninga um þjónustu, kostnað og áætlun Herjólfs. Samgöngur við Vestmannaeyjar eru og verða grunnþjónusta sem er afar mikilvæg og skiptir máli fyrir framtíð Eyjanna og ekki síst unga fólksins sem við viljum að fái tækifærin til góðs lífs á heimaslóð.

Nú er hafin smíði nýrrar ferju sem kemur væntanlega á næsta ári og mikilvægt að áður en hún kemur hafi fólk í Eyjum tækifæri til að segja skoðun sína á tíðni ferða, kostnaði við ferðir og fá upplýsingar frá fulltrúum opinberra aðila og þeirra sem reka ferjuna milli lands og Eyja.

Framsögumenn fara yfir væntingar fólksins og það verður grundvöllurinn af fjörugum umræðunum þegar fundarmenn fá tækifæri til að spyrja þá spjörunum úr. Fundartíminn verður takmarkaður við tímann frá 18.00-20.00 og við nýtum hann vel til að ná markmiðum fundarins að ræða um bætta þjónustu og kostnað vegna hans og gefum Rödd fólksins tækifæri til að hafa áhrif.

Á næstu dögum munu bæði Eyjar.net og Eyjafrettir.is hita upp fyrir fundinn með viðtölum við þá sem koma til með að flytja erindi á fundinum.

   

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-