Elliði Vignisson

Segir Vegagerðina ekki hafa skilning á mikilvægi samgangna milli lands og Eyja

- líklegra en ekki að bærinn falist eftir rekstri ferjunnar

2.Maí'17 | 20:06
baldu

Engin ferð var farin á milli lands og Eyja í dag.

Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir líklegt að bærinn falist eftir rekstri Vestmannaeyjarferju þegar þjónustusamningur við Eimskip rennur út. Hann segir Vegagerðina ekki skilja hversu mikilvægt það er fyrir bæjarfélagið að samgöngur leggist ekki af eins og gerðist í dag.

Ferjan Baldur tók við áætlunarferðum Herjólfs á dögunum þar sem hið síðarnefnda er á leið í slipp til Danmerkur. Áætlað er að Baldur sigli á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja næstu þrjár vikur en ferðir ferjunnar lögðust af í dag vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn. Ferjan hefur einungis leyfi til siglingar til Landeyjahafnar en ekki til Þorlákshafnar. Þá var flugi einnig aflýst í dag vegna veðurs.  Vísir.is greinir frá.

„Þessi staða er alveg skelfilega bagaleg og hreint furðulegt að einhverjum hafi látið sér detta í hug að fá skip til þjónustu við Vestmannaeyjar sem er í raun og veru jafn slæmt og jafnvel verra en núverandi Herjólfur í siglingum í Landeyjahöfn og getur síðan ekki þjónustað í Þorlákshöfn ,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. 

Elliði segir Vegagerðina ekki hafa skilning á því hversu áríðandi það er fyrir Vestmannaeyjar að samgöngur séu stöðugar. 

„Að sumu leyti er Vegagerðinni vorkunn. Rekstur á ferju passar hreinlega illa inn í þeirra hugarheim og það er ekkert sjálfgefið að fólk sem situr á skrifborðsstólum í Borgartúni geti haft innsýn í ástandið á eyju þegar að samgöngur leggjast af og það þarf að hafa það hugfast að rekstur ferju er bara allt öðruvísi en rekstur brúar eða jarðganga. Í dag er staðan einfaldlega sú að við hér í Eyjum ráðum engu um þennan þjóðveg og það gengur ekki,“ segir Elliði. 

Elliði segist hafa rætt málið við Jón Gunnarsson, samgönguráðherra sem hefur tekið vel í að gera breytingar á rekstri ferjunnar. 

„Við höfum áður samið við ríkið um yfirtökum á málefnum grunnskólanna, málefnum fatlaðra. Við höfum tekið yfir heilbrigðisþjónustu við aldraðra og ýmislegt fleira og nú þurfum við bara að skoða af fullri alvöru að Vestmannaeyjabær taki við þessum málaflokki af ríkinu líka,“ segir Elliði. 

Elliði segir bæinn ætla falast eftir rekstri ferjunnar þegar þjónustusamningur við Eimskip rennur úr gildi. 

„Það er líklegra en ekki að við við fölumst eftir því,“ segir Elliði. 

Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Helgasyni hjá Vegagerðinni er líklegt að Baldur sigli til Landeyjahafnar á morgun og næstu daga enda veðurspáin hagstæð. Hann sagði að Vegagerðin hafi um miðjan apríl óskað eftir undanþágu um að Baldur fengi að sigla til Þorlákshafnar þegar skilyrði í Landeyjahöfn eru óhagstæð. Því hafnaði Samgöngustofa. Sótt var um undanþágu öðru sinni í síðustu viku sem enn hefur ekki verið svarað.

 

Vísir.is
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).