Stefán Ó. Jónasson

Átti ekki að koma bæjarstjóra á óvart

2.Maí'17 | 14:54

Eyjar.net greindi frá því í gær að farþegaferjan Baldur hefði ekki leyfi til siglinga til Þorlákshafnar. Elliði Vignisson sagði fyrr í dag í viðtali við Eyjuna að það verði að vera til plan B og vísar þar til siglinga til Þorlákshafnar - þegar ófært er í Landeyjahöfn.

Eyjar.net ræddi við oddvita Eyjalistans um málið.

Vissir þú um að skipið hefði ekki leyfi til siglinga til Þorlákshafnar?

Ég var búinn að heyra af þessu fyrir einhverju síðan og fékk það svo staðfest í byrjun síðustu viku. Ég tilkynnti bæjarstjóra þetta fyrir um viku síðan. Þannig að þetta átti ekki að koma bæjarstjóra á óvart." segir Stefán Jónasson, bæjarfulltrúi minnihlutans.

Ég get tekið undir með bæjarstjóra að þetta ástand er óþolandi. Að við verðum hér án samgangna heilu dagana. Ég efast um að við höfum nokkurn tíma í seinni tíð haft hér ferju sem ekki getur siglt til Þorlákshafnar. Meira segja ferðaðist ég með Bjútíboxinu (Fagranesinu, innsk, blaðamanns) til Þorlákshafnar.

Hefur þetta ekki legið fyrir í nokkra mánuði að Baldur myndi leysa Herjólf af?

Já, það hefur legið fyrir í all nokkurn tíma. En ég vissi það ekki fyrr en fyrir viku að það væri ekki með leyfi til siglinga í Þorlákshöfn. Það gjörbreytir stöðunni.

Er nokkuð hægt að gera héðan af?

Bæjaryfirvöld hljóta að ætla að taka málið upp sem fyrst og kanna hvaða möguleikar eru í stöðunni.
 

 

Sjá einnig: Baldur leysir Herjólf af

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.