Elliði ósáttur:

„Það verður að vera til plan B“

2.Maí'17 | 10:47

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum er ekki par sáttur við stöðuna á samgöngum á milli lands og eyja, segir hann óboðlegt að ekki hafi verið búið að ganga frá því að ferjan sem á að sinna samgöngum til og frá Vestmannaeyjum á meðan Herjólfur er í slipp í Danmörku sé ekki með leyfi til að sigla til Þorlákshafnar.

Elliði tjáði sig um ástandið við Eyjuna í morgun.

Líkt og Eyjar.net greindi frá í morgun þá liggja samgöngur niðri til og frá Vestmannaeyjum. Landeyjahöfn er lokuð vegna veðurs, sama gildir um flugið og ferjan Baldur sem á að sinna siglingum er ekki með leyfi til að sigla til Þorlákshafnar.

Þetta er algjörlega óboðlegt að fengin sé til afleysinga fyrir Herjólf ferja sem ekki ræður við siglinga til Þorlákshafnar, segir Elliði í samtali við Eyjuna. Nú getur sú staða komið upp að ekki verði siglt frá Vestmannaeyjum í þrjár vikur, segir Elliði að næsta skref í stöðunni sé að Vegagerðin fái undanþágu fyrir Baldur til að sigla til Þorlákshafnar, er hann bjartsýnn að það verði gert á næstunni:

„En þetta sýnir betur en margt annað hver staðan er hjá okkur, svona lagað á að vera frágengið.“

Elliði segir að krafan sé sú að samgönguyfirvöld tryggi samgöngur til Vestmannaeyja, þar búi meira en 4 þúsund manns með gríðarlega öflugt atvinnulíf:

Eitt er að glíma við veður og vinda, en annað er að glíma við sleifarlag í vinnubrögðum opinberrar stofnunar. Veðrið er nú oft betra í maí og við vonum að það verði ekki flöskuháls, það verður að vera til plan B.

 

Eyjan.is

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.