Björgunarbáturinn Þór í slipp

Ribsafari hljóp undir bagga með Björgunarfélaginu

30.Apríl'17 | 17:02
ribsafari

Bátur Ribsafari. Mynd/úr safni.

Í gærkvöldi um kl 21:30 kom útkall á Björgunarfélag Vestmannaeyja um að tveir menn væru í sjónum við Þjórsárósa, en þar sem björgunarbáturinn Þór er í slipp var gripið til þess ráðs að heyra í eigendum Ribsafari og óska eftir bát frá þeim,

Um tíu mínútum síðar voru 5 björgunarfélagsmenn ásamt sjúkraflutningamönnum lagðir af stað á Stóra Erni í átt að slysstað. Um 35 mínutum síðar vorum við komnir á slysstað eða um það leiti sem þyrlan var að hífa seinni manninn upp. Um miðnætti vorum við svo að koma í land, segir í frétt frá Björgunarfélaginu á Facebooksíðu félagsins.

Ennfremur segir að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem Ribsafari aðstoðar Björgunarfélagið og er það algjörlega ómetanlegt fyrir félagið að vita að hægt sé að treysta á þeirra aðstoð þegar á reynir. „Við viljum þakka eigendum Ribsafari kærlega fyrir aðstoðina.” segir í færslu Björgunarfélags Vestmannaeyja.

Rétt er að taka fram að báðir kaj­akræðar­arn­ir sem voru í hættu var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Nú síðdegis bárust svo fregnir af því að annar þeirra hafi látist.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).