Reynslusigling Breka VE tókst sérlega vel

28.Apríl'17 | 15:54
breki_slippur_vsv

Breki VE í slippnum í dag. Mynd/vsv.is.

Breki VE stóðst öll próf í reynslusiglingu við Kínastrendur. Nú er togarinn kominn á ný í slipp til sandblásturs, galvaríseringar og málunar. Ætla má að maímánuður líði þar til Breki flýtur á nýjan leik, fagurmálaður og fínn. 

Systurskipið, Páll Pálsson ÍS, er aftan við Breka í dráttarbrautinni og ætlunin er að sjósetja skipin samtímis að málun beggja lokinni. Þá taka við veiðarfæraprófanir í kínverskri landhelgi. Að því búnu hillir loksins undir að Breki og Páll kveðji fæðingarstað sinn og sigli heim á leið.

Áður en Breki var tekinn upp til málunar var hann sem sagt á reynslusiglingu og stóð sig með prýði. Spennandi var að sjá hvernig skipin og „súperskrúfurnar“ þeirra reyndust, segir í frétt á heimasíðu Vinsslustöðvarinnar.

Breki og Páll eru með 4,7 metra skrúfur í þvermál, þær langstærstu í íslenska flotanum.

Rakel Sævarsdóttir, verkefnastjóri hjá Skipasýn, segir að talið sé að um 80% af allri orkunotkun skips fari í að knýja skrúfu þess. Útreikningar Skipasýnar og mælingar sýni að stóru skrúfurnar á Breka og Páli séu á bilinu 30-40% sparneytnari en þriggja metra skrúfur.

„Togkrafturinn var mældur og reyndist yfir 50 tonn, sem er mjög gott. Ganghraðinn var 14 mílur í reynslusiglingunni,“ segir Guðni Ingvar Guðnason, umsjónarmaður fasteigna og skipa Vinnslustöðvarinnar. Hann er sjálfur á förum til borgarinnar Shidao í Kína eftir helgi til að heilsa þar upp á Breka og fylgjast með gangi mála í skipasmíðastöðinni.

„Skemmst er frá að segja að reynslusiglingin var nákvæmlega eins og Skipasýn, hönnuður skrúfu skipsins, og MAN, framleiðandi aðalvélar og skrúfu, gerðu ráð fyrir. Þar reyndist allt eftir bókinni og ekkert ófyrirséð eða óvænt kom upp.“

 

Fleiri myndir úr siglingunni má sjá hér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.