Fréttatilkynning:

Óskað eftir framlögum til Goslokalags 2017

27.Apríl'17 | 10:51

BEST, Bandalag vestmannaeyskra söngva- og tónskálda, í samstarfi við Goslokanefnd óskar eftir framlögum í samkeppni um Goslokalagið 2017. Skilafrestur er til og með föstudeginum 12. maí nk.

Framlag skal sendast á netfangið best.eyjar@gmail.com í hljóðskjali (mp3, wav, wma, aac og svo framvegis) ásamt texta og hljómsetningu. Útskrifuð laglína á nótum er einnig vel þegin en ekki nauðsynleg. Þeir sem þurfa aðstoð við koma lagi sínu á hljóðform sem og annað ofangreint er bent á að senda beiðni um slíkt á netfangið best.eyjar@gmail.com eða hringja í síma 849 5754.

Fimm manna valnefnd tilnefnd af BEST og Goslokanefnd mun svo velja lagið sem verður Goslokalagið 2017 úr innsendum framlögum. Sigurlagið verður útsett og hljóðritað í samkomulagi við höfunda og frumflutt um miðjan júnímánuð á ljósvakamiðlum og interneti.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.