World scout Moot 2017

Stærsta skátamót Íslandssögunnar

- yfir 5.000 skátar frá 80 löndum - von er á um 400 skátum til Eyja.

24.Apríl'17 | 06:59
skatamot_fg

Það verður sannarlega alþjóðleg skátastemning í Eyjum dagana 25.-29.júlí 2017. Mynd/aðsend.

Stærsta skátamót Íslandssögunnar verður haldið 25. júlí til 2. ágúst á þessu ári, þegar yfir 5.000 skátar frá 80 löndum taka þátt í hinu alþjóðlega skátamóti World Scout Moot. Mótið er opið fyrir allt ungt fólk á aldrinum 18-25 ára.  

Mótssetning verður í Reykjavík þann 25. júlí en svo verður þátttakendum skipt upp í 11 tjaldbúðir sem dreifðar verða víðs vegar um landið. Eyjar,net ræddi við Frosta Gíslason sem vinnur að skipulagningu mótsins hér í Eyjum.

„Um 360 þáttakendur ásamt 50 manna starfsliði munu koma til Vestmannaeyja og dvelja í skátabúðum sem reistar verða í Skátastykkinu. Skátarnir koma strax eftir mótssetningu og verða í Eyjum frá 25. júlí til 29. júlí. Hér munu þeir taka þátt í fjölbreyttri dagskrá sem skipulögð er af mótsstjórn mótsins ásamt heimamönnum.

Skátafélagið Faxi undirbýr komu skátanna til Eyja í samsstarfi við mótsnefnd World Scout Moot og sér um að gera skátastykkið tilbúið til þess að taka á móti þessu fjölda skáta hingað til Eyja.” 

Mikil kynning á Eyjunum

„Það er áhugavert og spennandi verkefni fyrir samfélagið í Eyjum að taka á móti ungu fólki frá öllum heimshornum og kynna fyrir þeim það sem Eyjarnar hafa uppá að bjóða. Þetta verður mikil kynning á Eyjunum og gott tækifæri fyrir okkur Eyjamenn að sýna okkur og kynna. Fyrir okkur í Skátafélaginu Faxa er mikilvægt að taka þátt í svona móti og um leið öðlast dýrmæta reynslu og kynna skátastarf enn betur í bæjarfélaginu okkar.” segir Frosti.

Þátttakendur sem koma til Eyja á World Scout Moot 2017 eru frá Alsír, Argentínu, Ástralíu, Austurríki, Belgíu, Bólivíu, Brasilíu, Kanada, Síle, Kólombíu, Tékklandi, Danmörku, Ekvador, Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ghana, Grikklandi, Honduras, Hong Kong, Ungverjalandi, Íslandi, Ítalíu, Japan, Líbanon, Lesotho, Lúxemborg, Mexíkó, Hollandi, Noregi, Óman, Perú, Póllandi, Portúgal, Rúmeníu, Singapúr, Slóvakíu, Slóveníu, Suður Kóreu, Svasílandi, Svíþjóð, Sviss, Tævan, Trindad og Tobago, Túnis, Bretlandi, Úrúgvæ og Bandaríkjunum.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu mótsins og á facebook síðu Skátafélagins Faxa. 
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).