World scout Moot 2017

Stærsta skátamót Íslandssögunnar

- yfir 5.000 skátar frá 80 löndum - von er á um 400 skátum til Eyja.

24.Apríl'17 | 06:59
skatamot_fg

Það verður sannarlega alþjóðleg skátastemning í Eyjum dagana 25.-29.júlí 2017. Mynd/aðsend.

Stærsta skátamót Íslandssögunnar verður haldið 25. júlí til 2. ágúst á þessu ári, þegar yfir 5.000 skátar frá 80 löndum taka þátt í hinu alþjóðlega skátamóti World Scout Moot. Mótið er opið fyrir allt ungt fólk á aldrinum 18-25 ára.  

Mótssetning verður í Reykjavík þann 25. júlí en svo verður þátttakendum skipt upp í 11 tjaldbúðir sem dreifðar verða víðs vegar um landið. Eyjar,net ræddi við Frosta Gíslason sem vinnur að skipulagningu mótsins hér í Eyjum.

„Um 360 þáttakendur ásamt 50 manna starfsliði munu koma til Vestmannaeyja og dvelja í skátabúðum sem reistar verða í Skátastykkinu. Skátarnir koma strax eftir mótssetningu og verða í Eyjum frá 25. júlí til 29. júlí. Hér munu þeir taka þátt í fjölbreyttri dagskrá sem skipulögð er af mótsstjórn mótsins ásamt heimamönnum.

Skátafélagið Faxi undirbýr komu skátanna til Eyja í samsstarfi við mótsnefnd World Scout Moot og sér um að gera skátastykkið tilbúið til þess að taka á móti þessu fjölda skáta hingað til Eyja.” 

Mikil kynning á Eyjunum

„Það er áhugavert og spennandi verkefni fyrir samfélagið í Eyjum að taka á móti ungu fólki frá öllum heimshornum og kynna fyrir þeim það sem Eyjarnar hafa uppá að bjóða. Þetta verður mikil kynning á Eyjunum og gott tækifæri fyrir okkur Eyjamenn að sýna okkur og kynna. Fyrir okkur í Skátafélaginu Faxa er mikilvægt að taka þátt í svona móti og um leið öðlast dýrmæta reynslu og kynna skátastarf enn betur í bæjarfélaginu okkar.” segir Frosti.

Þátttakendur sem koma til Eyja á World Scout Moot 2017 eru frá Alsír, Argentínu, Ástralíu, Austurríki, Belgíu, Bólivíu, Brasilíu, Kanada, Síle, Kólombíu, Tékklandi, Danmörku, Ekvador, Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ghana, Grikklandi, Honduras, Hong Kong, Ungverjalandi, Íslandi, Ítalíu, Japan, Líbanon, Lesotho, Lúxemborg, Mexíkó, Hollandi, Noregi, Óman, Perú, Póllandi, Portúgal, Rúmeníu, Singapúr, Slóvakíu, Slóveníu, Suður Kóreu, Svasílandi, Svíþjóð, Sviss, Tævan, Trindad og Tobago, Túnis, Bretlandi, Úrúgvæ og Bandaríkjunum.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu mótsins og á facebook síðu Skátafélagins Faxa. 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.