Framkvæmdir við Ráðhúsið

Heildarkostnaður getur legið nálægt 200 milljónum

22.Apríl'17 | 08:34

Minnisblað frá bæjarstjóra um framkvæmdir við "gamla sjúkrahúsið" sem í daglegu tali er kallað Ráðhúsið - var tekið fyrir hjá bæjarráði nú í vikunni. Í minnisblaðinu er farið yfir kostnað og mögulega verkskiptingu vegna nauðsynlegra endurbóta á “gamla sjúkarhúsinu". 

Þar kemur fram að heildarkostnaður vegna verksins geti legið nálægt 200 milljónum og lagt til að verkinu verði skipt í áfanga. Gert er ráð fyrir að hægt sé að byrja nýta húsið vorið 2018 og ljúka endurbótunum að fullu á árinu 2020. Meðal helstu verka er að skipta um alla glugga, allar hurðir, endurnýja þak, setja lyftu í húsið, skipta um grunnplötu og ýmislegt fl. 

Bæjarráð þakkar minnisblaðið og samþykkir verkið með fyrirvara um fjárhagsáætlun hvers árs. 

Bæjarráð samþykkir ennfremur að fela bæjarstóra að skila minnisblaði til ráðsins um framtíðarfyrirkomulag húsnæðismála stjórnsýslu Vestmannaeyjabæjar. Í þeirri vinnu ber ma. að horfa til frekari samþættingar og hagræðingar á heildarrekstri stjórnsýslunnar, segir í bókun bæjarráðs.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.