Framkvæmdir við Ráðhúsið

Heildarkostnaður getur legið nálægt 200 milljónum

22.Apríl'17 | 08:34

Minnisblað frá bæjarstjóra um framkvæmdir við "gamla sjúkrahúsið" sem í daglegu tali er kallað Ráðhúsið - var tekið fyrir hjá bæjarráði nú í vikunni. Í minnisblaðinu er farið yfir kostnað og mögulega verkskiptingu vegna nauðsynlegra endurbóta á “gamla sjúkarhúsinu". 

Þar kemur fram að heildarkostnaður vegna verksins geti legið nálægt 200 milljónum og lagt til að verkinu verði skipt í áfanga. Gert er ráð fyrir að hægt sé að byrja nýta húsið vorið 2018 og ljúka endurbótunum að fullu á árinu 2020. Meðal helstu verka er að skipta um alla glugga, allar hurðir, endurnýja þak, setja lyftu í húsið, skipta um grunnplötu og ýmislegt fl. 

Bæjarráð þakkar minnisblaðið og samþykkir verkið með fyrirvara um fjárhagsáætlun hvers árs. 

Bæjarráð samþykkir ennfremur að fela bæjarstóra að skila minnisblaði til ráðsins um framtíðarfyrirkomulag húsnæðismála stjórnsýslu Vestmannaeyjabæjar. Í þeirri vinnu ber ma. að horfa til frekari samþættingar og hagræðingar á heildarrekstri stjórnsýslunnar, segir í bókun bæjarráðs.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).