Þjóðhátíðarmiðinn hækkað um 72% frá 2010

21.Apríl'17 | 11:42
IMG_9961

Frá þjóðhátíð 2016. Ljósmynd/Gunnar Ingi.

Miði á Þjóðhátíð hefur hækkað um 72% síðan árið 2010. Hann kostar 23.900 krónur í ár en árið 2010 kostaði hann 13.900 krónur og hefur því hækkað um tíu þúsund krónur á sjö árum. 

Vísitalan hefur hækkað um 22% frá því árið 2010 og samkvæmt því ætti miðinn að kosta um 17 þúsund krónur.
 
„Það er rétt að lokaverð á Þjóðhátíð hefur hækkað um 10.000 krónur frá 2010 og um 6.000 frá 2012 en forsöluverð hefur hækkað mun minna á móti. Núna erum við með nokkur verð og fer verðlagningin eftir því á hvaða tíma þú kaupir miðann og hvað fylgir miðanum. Á undanförnum árum höfum við lagt meira púður í gæsluna okkar til að auka enn frekar öryggi gestanna og er það m.a. skýringin á hækkuninni í ár. Þá höfum við á síðustu árum einnig horft meðal annars til verðlagningar á tónleikum í Reykjavík.“ segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, formaður Þjóðhátíðarnefndar. Það er ruv.is sem greinir frá.

 

Búið er að tilkynna um nokkrar hljómsveitir sem munu koma fram á hátíðinni í ár. Þær eru meðal annars Stuðlabandið, Skítamórall og Emmsjé Gauti. Á vefsíðu hátíðarinnar er tekið fram að miðinn er ekki fríðindalaus en honum fylgir meðal annars frí máltíð á hátíðarsvæðinu og tveir frímiðar í sund yfir helgina.

Til samanburðar kostar 21.900 krónur á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves sem fer fram í nóvember í haust. Um er að ræða fimm daga tónlistarhátíð þar sem innlendir og erlendir tónlistarmenn troða upp á fjölda tónleikastaða í Reykjavík. Hratt á hæla Airwaves hátíðarinnar fylgir tónlistarhátíðin Secret Solstice en inn á hana kostar 24.900 krónur. Þar koma fram hljómsveitir á borð við Foo Fighters, Prodigy og Chaka Khan.

 

Ruv.is.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.