Páll Magnússon um stjórn fiskveiða:

„Það þarf að breyta lögunum"

21.Apríl'17 | 06:29

Páll Magnússon, formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir nauðsynlegt að breyta lögum um stjórn fiskveiða til að tryggja þá byggðafestu sem gert er ráð fyrir í lögunum. Hátt í hundrað manns missa vinnuna ef HB Grandi hættir landvinnslu á Akranesi.

Lög um stjórn fiskveiða eru til skoðunar innan stjórnkerfisins í ljósi þess að hátt í 100 manns missa vinnuna ef HB Grandi hættir landvinnslu á Akranesi. Haraldur Benediktsson formaður fjárlaganefndar sagði í fréttum RÚV að það yrði grundvallarbreyting ef HB Grandi flytti starfsemi frá Akranesi til Reykjavíkur. Stjórnmálamenn verði að grípa til aðgerða. Páll Magnússon, formaður atvinnuveganefndar tekur undir það.

„Það hefur legið fyrir um allnokkurt skeið að stjórnvöld þurfa að svara þeirri spurningu hvort og þá með hvaða hætti þau ætla að tryggja þá byggðafestu sem gert er ráð fyrir í fiskveiðistjórnunarlögunum eins og þau standa í dag. Það er ýmislegt sem hefur kallað á þetta svar, meðal annars Hæstaréttardómur sem kveður á um það að forkaupsréttur sveitarfélaga á aflaheimildum er ekki virkur, hann er ekki fyrir hendi eins og gert er ráð fyrir í lögunum og þegar af þeirri ástæðu þurfa stjórnvöld að svara þessari spurningu varðandi byggðafestuna. Þessi atburðarás uppi á Akranesi ýtir enn frekar á um það að stjórnvöld svari þessari spurningu, á að setja akkeri á aflaheimildir og eða fullvinnslu afla í byggðalögunum eða á bara að leifa þessu að fljóta viðstöðulaust út úr byggðarlögunum? Ef það er kæmi í sjálfu sér ekkert í veg fyrir það í lagasetningunni að hreinlega öll fiskvinnsla færðist á einn stað, til dæmis í Reykjavík."

Páll Magnússon segir að það verði að breyta lögunum. „Það þarf að breyta lögunum og það þarf með einhverjum hætti að binda þessa hnúta sem losnuðu meðal annars við þennan dóm Hæstaréttar. Það þarf að svara spurningunni hvernig á að tryggja þessa byggðafestu sem lögin gera ráð fyrir, bæði í einstökum greinum og anda laganna, en er ekki fyrir hendi í dag."

 

Ruv.is

 

Lumar þú á grein?

27.Júní'17

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Lokað vegna leyfis hjá HárArt

6.Nóvember'17

Kæru viðskiptavinir. Hárstofan HárArt verður lokuð frá 9 – 22 nóvember. Bestu kveðjur Arnbjörg.  HárArt sími 8970050

Hárstofan HárArt

4.September'17

Þú færð milk_shake vörurnar hjá HárArt. Sími: 8970050. 

ÚV á FM 104

23.Apríl'16

Góð tónlist flesta laugardaga og sunnudaga frá 16:00. Einnig eru pistlar frá Nice. ÚV á FM 104