Eyjamenn nota olíu í meira mæli

20.Apríl'17 | 08:31

Olía er notuð í meiri mæli en áður í Vestmanneyjum til þess að framleiða rafmagn eftir að bilun kom upp í flutningsneti Landsnets. Fram undan er vertíð í kolmunna sem mun stórauka raforkunotkun.

Stærsti sæstrengurinn sem liggur milli lands og Eyja hefur verið bilaður síðan 5. apríl síðastliðinn. Komið hefur í ljós að strengurinn hefur að öllum líkindum farið í sundur á miklu dýpi og gert er ráð fyrir að kostnaður verði mikill við að lagfæra strenginn. Á meðan er keyrt á varaflsstöðvum í Vestmannaeyjum og minni sæstrengir hafa flutt orku á milli. Vísir.is greinir frá.

Sjá einnig: Bilun Vestmannaeyjastrengs 3 staðsett neðansjávar

„Strengurinn liggur líklega á 50 metra dýpi þar sem bilunin er talin vera,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. „Unnið er að því að koma auknu varaafli til Vestmanneyja með færanlegum varaaflsstöðvum.

Að mati Landsnets þarf að taka strenginn upp og til þess þarf sérstakt viðgerðarskip að utan.

Elliði Vignisson segir nú keyrt meira á olíu en áður en stutt sé í mikilvæga vertíð fyrir Eyjamenn. „Landsnet er á tánum og við kunnum að meta það. Þegar bræðsla og mjölframleiðsla í kolmunna fer af stað eftir mánaðamót er líklegt að við þurfum að keyra þær verksmiðjur að miklu leyti á olíu,“ segir Elliði.

Gerð verður rannsókn á strengnum í dag með framleiðendum strengsins til að ganga úr skugga um hvort bilunin sé á landi eða í sjó. Þær mælingar munu síðan veita mikilvægar upplýsingar um hvernig raforkumálum Vestmannaeyjabæjar verður háttað næstu mánuði. 

 

Visir.is.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is