Arnar um heimkomu Erlings

Mun koma af full­um krafti inn í starf hand­bolt­ans í Eyj­um

- Með hvaða hætti það verður, verður kynnt síðar

19.Apríl'17 | 15:11
arnar_ibv

Arnar Pétursson.

Eins og Eyjar.net greindi frá fyrr í dag er Erlingur Richardsson að flytja á æskuslóðir sínar í sumar til að taka tímabundið við skólastjórastarfi GRV. Um leið byrja vangaveltur um hvort og þá hvernig Erlingur muni koma að handknattleiknum í Eyjum.

Arn­ar Pét­urs­son, nú­ver­andi þjálf­ari ÍBV, sagði í sam­tali við mbl.is að ekki standi til að Erl­ing­ur verði aðalþjálf­ari ÍBV-liðsins en ljóst sé að hann muni koma af full­um krafti inn í starf hand­bolt­ans í Eyj­um. „Með hvaða hætti það verður verður kynnt síðar,“ sagði Arn­ar.

„Heima­koma Erl­ings ger­ir ekk­ert annað en að efla okk­ur og okk­ar starf hjá ÍBV. Það er ekk­ert leynd­ar­mál að um leið og Erl­ing­ur lenti í þessu fía­skói í des­em­ber [upp­sögn hjá Füch­se Berl­in] fóru við strax að leita leiða til að fá hann og fjöl­skyld­una alla leið heim til Eyja. Okk­ur tókst það og því fögn­um við vel og inni­lega. Það er feng­ur í þeim hjón­um fyr­ir íþrótta­fé­lagið ÍBV og sam­fé­lagið í Vest­manna­eyj­um,“ sagði Arn­ar enn­frem­ur. Eig­in­kona Erl­ings er Vig­dís Sig­urðardótt­ir sem um ára­bil var markvörður í sig­ur­sælu kvennaliði ÍBV.

Spurður hvort hann hafi íhugað að hætta þjálf­un ÍBV-liðsins eft­ir að það féll úr keppni fyr­ir Val í 8-liða úr­slit­um um Íslands­meist­ara­titil­inn á síðasta laug­ar­dag sagðist Arn­ar hafa velt því fyr­ir sér hvort komið væri að leiðarlok­um hjá hon­um.  „Ég er ekki að hætta þótt það hafi hvarflað að mér fyrstu and­ar­tök­in eft­ir tapið á móti Val á laug­ar­dag­inn. Svo jafn­ar maður sig. Lífið held­ur áfram og við sem höf­um unnið að því und­an­far­in ár að gera ÍBV að einu mest spenn­andi fé­lagi í hand­bolt­an­um á Íslandi mun­um halda þeirri vinnu áfram. Heima­koma Erl­ings ger­ir ekk­ert annað en að efla okk­ur starf enn meira,“ sagði Arn­ar Pét­urs­son, þjálf­ari karlaliðs ÍBV í hand­knatt­leik.

 

Mbl.is.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.