Umhverfis- og skipulagsráð:

Hafna umsókn um byggingarleyfi

Þrettán bréf bárust ráðinu og einn undirskriftalisti

12.Apríl'17 | 08:32
strembugata

Lóðin sem um ræðir.

Tekið var fyrir að nýju erindi lóðarhafa að Bröttagötu 10 á fundi umhverfis- og skipulagsráðs nú í vikunni. Um var að ræða umsókn um byggingarleyfi á lóðinni fyrir raðhúsi. Erindið var sent til grenndarkynningar sbr. ákvæði skipulagslaga. Þrettán bréf bárust ráðinu og einn undirskriftalisti.

Í afgreiðslu ráðsins segir:

„Ráðið hafnar erindi lóðarhafa. Ráðið þakkar þann áhuga sem íbúar í Strembuhverfi sýndu erindinu í ferli grenndarkynningar. Þá leggur ráðið til að vinna við deiliskipulag fyrir hluta eða heild Strembuhverfis verði á dagskrá í næstu fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar.”
 
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is